23 episodes

180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á landi. Viðmælendur eru úr öllum áttum, en reglan er sú að hafa jafnt kynjahlutfall viðmælenda í þættinum.

180⁰ Reglan Freyja Kristinsdóttir

    • TV & Film

180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á landi. Viðmælendur eru úr öllum áttum, en reglan er sú að hafa jafnt kynjahlutfall viðmælenda í þættinum.

    #23 Herdís Stefánsdóttir - kvikmyndatónskáld

    #23 Herdís Stefánsdóttir - kvikmyndatónskáld

    Herdís Stefánsdóttir er kvikmyndatónskáld með annan fótinn í LA og hinn á Íslandi. Ferill hennar sem kvikmyndatónskáld er tiltölulega nýbyrjaður en er samt kominn á fullt skrið. Hún hefur samið tónlist við fjölda stuttmynda, tvær bandarískar kvikmyndir í fullri lengd, eina HBO þáttaröð og næst á dagskrá er íslenska spennuþáttaröðin Verbúðin. 
    Upphafsstef: Herdís Stefánsdóttir - "Grand Central" úr kvikmyndinni The Sun is also a star
    Lokastef: Herdís Stefánsdóttir - úr kvikmyndinni South Mountain
    https://www.herdisstefansdottir.com/
     

    • 35 min
    #22 Atli og Elías - leikari/framleiðandi og handritshöfundur

    #22 Atli og Elías - leikari/framleiðandi og handritshöfundur

    Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem framleiðandi og Elías sem handritshöfundur. Þeir lærðu kvikmyndagerð í LA en búa og starfa núna á Íslandi og eru einnig með hlaðvarpsþáttinn "Atli og Elías" sem fjallar um þeirra eigin upplifun af kvikmyndabransanum á Íslandi. 

    • 1 hr 1 min
    #21 Hálfdán Theodórsson - aðstoðarleikstjóri

    #21 Hálfdán Theodórsson - aðstoðarleikstjóri

    Hálfdán Theodórsson hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri í næstum 20 ár og meðal kvikmynda sem hann hefur unnið að má nefna Vonarstræti, Hrútar, Hjartasteinn og Kona fer í stríð. 
    Tónlist: "Horizon" eftir Hákon Júlíusson
    https://www.hakonjuliusson.com/
    https://soundcloud.com/hakonjuliusson

    • 51 min
    #20 Christof Wehmeier - Kynningarstjóri KMÍ

    #20 Christof Wehmeier - Kynningarstjóri KMÍ

    Hvað eiga kvikmyndirnar Men in Black, Kona fer í stríð og Mamma Gógó sameiginlegt? Jú - Christof Wehmeier hefur komið að kynningu og markaðssetningu þeirra ásamt fjölda annarra kvikmynda. Christof hefur komið víða við, meðal annars unnið fyrir Stjörnubíó og Sambíóin en síðastliðin 13 ár hefur hann verið kynningarstjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Við fórum yfir allt þetta í okkar spjalli og komum auðvitað líka inn á stöðu kvikmyndahátíða á tímum veirufaraldurs.
    Kvikmyndamiðstöð Íslands: kvikmyndamidstod.is
    Tónlist: "Walk with Me" - Jana María Guðmundsdóttir
    Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn?si=Q8pGpOq5TFGzvG2Kce8Feg

    • 28 min
    #19 Ottó Geir Borg - handritshöfundur

    #19 Ottó Geir Borg - handritshöfundur

    "Maður er að reyna að skrifa ekki næstu Covid-19 mynd, maður heldur sig frá því...reynir frekar að einbeita sér að einhverju skemmtilegra sem kannski hressir fólk" sagði Ottó Geir Borg, aðspurður hvaða áhrif faraldurinn hafi á störf handritshöfundar. Ottó Geir hefur unnið við handritsskrif, ráðgjöf og kennslu í um 20 ár. Það tók 7 ár að koma fyrsta handritinu á hvíta tjaldið, en myndin sló í gegn og Ottó hefur ekki stoppað síðan.
    Tónlist: Magni Freyr Þórisson (magniice@gmail.com)
    https://magniice.bandcamp.com/ 

    • 1 hr 8 min
    #18 Kvikmyndagerð í skugga Covid-19

    #18 Kvikmyndagerð í skugga Covid-19

    Covid-19 hefur haft áhrif á alla heimsbyggðina, og síðastliðinn mánuð höfum við Íslendingar fundið fyrir því svo um munar. Kvikmyndageirinn hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, og þá sérstaklega þeir sem eru sjálfstæðir verktakar. Ég vildi ræða þetta ástand nánar og sló á þráðinn til formanna WIFT og FK, en það eru þær Anna Sæunn Ólafsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
    WIFT á Íslandi (Women in Film and Television)
    FK (Félag Kvikmyndagerðarmanna)
    Tónlist: "Entidy" eftir Keosz

    • 48 min

Top Podcasts In TV & Film

Watch What Crappens
Ben Mandelker & Ronnie Karam | Wondery
The Official Hacks Podcast
Max
Pop Culture Happy Hour
NPR
The Rewatchables
The Ringer
Two Ts In A Pod with Teddi Mellencamp and Tamra Judge
iHeartPodcasts
Give Them Lala
Lala Kent | Cumulus Podcast Network