323 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

    • Music
    • 4.8 • 74 Ratings

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

    Sex on Fire – Logandi kynlíf ljónanna

    Sex on Fire – Logandi kynlíf ljónanna

    Kings of Leon – Sex on Fire Hafið þið séð ljónshvolpa í dýragarði, leika við hvern annan, bíta í hálsa og veltast um í gamnislag, lúra svo þess á milli ofan á hver öðrum eins og tuskur. Ef það væri hægt að taka þessa orku, þetta ljónshvolpamódjó og setja á flöskur, þá væri maður með […]

    • 59 min
    Dag sem dimma nátt – Strenging húmsins

    Dag sem dimma nátt – Strenging húmsins

    Í Svörtum fötum – Dag sem dimma nátt Oft hefur Ísland nötrað. Undan hrolli jöklanna, undan jarðhræringum, undan hafísnum, landsins forna fjanda. Oft hefur hrollurinn læst sér í taugakerfi þeirra sem hér búa, refa, minka og manna. Og hrollurinn framkallar herping, þúfur á handarbaki, húð kennda við gæsir og fygl. Það eru milljón ástæður til […]

    • 1 hr 10 min
    Will You Love Me Tomorrow – Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

    Will You Love Me Tomorrow – Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

    The Shirelles / Carole King – Will You Love Me Tomorrow Hvað er þetta annað en paradísarmissir? Allt saman! Allar sögur! Nakið fólk að borða ávexti í vellystingum og búmm skömmustulegt fólk með fýkjublöð um klofið, grátbiðjandi um miskunn. Tveggja ára barn á bleyju, öskrandi og krotandi á veggi. Búmm. Sex ára barn í skóla, […]

    • 1 hr 4 min
    Quit Playing Games (With my Heart) – Tárin, árin, sárin

    Quit Playing Games (With my Heart) – Tárin, árin, sárin

    Backstreet Boys – Quit Playing Games (With my Heart) Höfrungasýning í skemmtigarði. Aflitaðir endar. Rigning inni í vöruhúsi. Uppásnúnir gallajakkar. Pýramídasvindlara-umboðsmaður. Vinir að eilífu. Plakötin yfir rúmstokknum. Tárin, árin, sárin. Skipt í miðju, uppfært andlit, skemmtiferðasigling um veröld sem var, horfnar ástir, skot í myrkri, ölvunarakstur, MTV í Þýskalandi. Það var hlegið að þeim. Að […]

    • 1 hr 7 min
    Gvendur á Eyrinni – Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

    Gvendur á Eyrinni – Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

    Dátar – Gvendur á Eyrinni Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar með hnausþykk bítnikka-sólgleraugu og horfa á hamfarirnar en heyra ekkert hljóð. Svo fara allir heim til sín og sjóða ýsu og hlusta á aflafréttir í útvarpinu. Ekkert gerðist. Það er allt […]

    • 1 hr 8 min
    Perfect Day – Fullkominn dagur (Live frá Kex Hostel)

    Perfect Day – Fullkominn dagur (Live frá Kex Hostel)

    Lou Reed – Perfect Day Í tilefni tíu ára afmælis Fílalag var ákveðið að hóa saman fólki og henda í snar basic live-fílun á Kex Hostel. Það þýddi ekkert annað en að fullkomna daginn með því að fíla Perfect Day. Er hægt að hugsa sér fílanlegra lag? Rammpirraður Lou Reed í lautarferð. Þetta gerist ekki […]

    • 1 hr 3 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
74 Ratings

74 Ratings

krummi goði ,

f.

fílaðuda með duda. takk so mikið.

DDunit ,

Án efa fremsti demanturinn í kórónunni sem eru íslensk hlaðvörp!

Spurningin er: Ert þú Fimm stjörnu hlustandi? Ertu þess virði að fá að hlusta? Bergur Ebbi og Snorri Helga fara með okkur í hæstu hæðir fílunar á lögum og lífinu. Þið verðið ekki söm eftir gírandi tunnu fílun! takk fyrir mig elskur 😘🙌🏻

Abraham Dingdong ,

Kjöraðstæður til Fílalagafílun:

5. Janúar á Raufarhöfn eftir 6-18 vakt, kominn heim líkamlega og andlega örmagna, sest á Lazy Boy stól úr pleðri, færð þér ískaldan Gull, setur á Fílalag og þú fokking MAUK fílar það!

Top Podcasts In Music

100 Best Albums Radio
Apple Music
The Joe Budden Podcast
The Joe Budden Network
New Rory & MAL
Rory Farrell & Jamil "Mal" Clay & Studio71
Friday Night Karaoke
Friday Night Karaoke
Primer
Maximum Fun
The Story of Classical
Apple Music

You Might Also Like

Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Í ljósi sögunnar
RÚV
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen