Episodes
For­seta­fund­ur Morg­un­blaðsins á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri með Katrínu Jak­obs­dótt­ur var fjöl­sótt­ur, en á annað hundrað manns gerðu sér leið þangað. Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son stýrðu fund­in­um og spurðu Katrínu ým­issa spurn­inga um embætti for­seta Íslands og hvernig hún hygðist haga setu sinni í embætt­inu.
Published 05/21/24
Hátt í 200 manns sóttu for­seta­fund Morg­un­blaðsins með Baldri Þór­halls­syni á Hót­el Sel­fossi þar sem líf­leg­ar umræður sköpuðust um ýmis mál. Í upp­hafi fund­ar voru álits­gjaf­ar fengn­ir til að ræða stöðuna og spá í spil­in um for­seta­kosn­ing­arn­ar. Kjart­an Björns­son, rak­ara­meist­ari og for­seti bæj­ar­stjórn­ar Árborg­ar, og Al­dís Haf­steins­dótt­ir sveit­ar­stjóri Hruna­manna­hrepps voru álits­gjaf­arn­ir að sinni og voru sam­mála um að um mjög spenn­andi kosn­ing­ar væri...
Published 05/15/24
Rebekka Hilmarsdóttir og maður hennar, Örn Hermann Jónsson, tókust á hendur það verkefni árið 2014 að gera upp gamla spítalann á Patreksfirði sem reistur var á Geirseyrinni árið 1901. Þau standa enn í þeim stórræðum og halda því reyndar fram að verkefninu muni sennilega aldrei ljúka. Morgunblaðið tók hús á þeim á kyrrlátu kvöldi við fjörðinn.
Published 05/11/24
Hátt í tvö hundruð manns sóttu líf­leg­an borg­ar­a­fund Morg­un­blaðsins með Höllu Hrund Loga­dótt­ur for­setafram­bjóðanda í fé­lags­heim­il­inu Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum. Halla Hrund sagði á fund­in­um að kannski væri sjald­an meiri þörf en nú að velja for­seta sem myndi leggja sig fram við að sam­eina þjóðina. Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son spurðu Höllu Hrund um fram­boðsáhersl­ur henn­ar til embætt­is for­seta Íslands og þá fengu fund­ar­gest­ir...
Published 05/07/24
Fyrir Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð í Hallormsstaðaskógi kom fátt annað til greina en að vinnaí umhverfi þar sem tengslin við náttúruna eru mikil. Það hefur hún gert síðan sumarið 1987 og unir hag sínum vel.
Published 05/05/24
Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í nýju sveitarfélagi þann 4. maí, aðeins tveimur árum eftir síðustu kosningar. Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð renna nú saman í eina sæng. Oddvitar framboðanna tveggja sem bjóða fram ræða við Moggamenn um kosningarnar og stöðuna í sveitarfélaginu.
Published 05/02/24
Það var hús­fyll­ir á borg­ar­a­fundi Morg­un­blaðsins á Ísaf­irði með for­setafram­bjóðand­an­um Jóni Gn­arr í gær­kvöldi. Jón sagði að eft­ir að hann lét af störf­um sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur árið 2016 hefði fólk komið að máli við sig um að hann byði sig fram til for­seta. Þá hefði verið gerð könn­un sem leit vel út fyr­ir hann en Jón taldi þá ekki rétt að bjóða sig fram.
Published 04/30/24
120 metra langur hellir uppgötvaðist fyrir tilviljun við Jarðböðin við Mývatn þegar ákveðið var að stækka þjónustuhús sem núer í byggingu. Guðmundur Þór Birgisson framkvæmdastjóri Jarðbaðanna hitti blaðamenn í menningarhúsinu Hofi á Akureyriog ræddi um lífið í Jarðböðunum, hinn dularfulla helli sem uppgötvaðist fyrir tilviljun og framtíðarhorfur í ferðamennskunni. 
Published 04/28/24
Gunnar Gunnarsson hóf ferilinn á því að skrifa fyrir vefsíðu stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi en er í dag ritstjóri Austurfréttar og hefur verið í um áratug.
Published 04/20/24
Sól skein í heiði er blaðamenn óku yfir Fjarðarheiði skömmu eftir páska, en dagana á undan hafði heiðin verið lokuð á fimmta dag. Á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði tók á móti okkur Dagný Erla Ómarsdóttir sem missti húsið sitt í aurskriðu árið 2020. 
Published 04/13/24
Það sýndi sig glöggt í snjóflóðunum í Neskaupsstað í mars 2023 að þörf væri á nýrri aðgerðastjórnstöð almannavarna á Austurlandi. Ný og velútbúin stjórnstöð var tekin í gagnið í janúar 2024. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, og Agnar Benediktsson, björgunarsveitarmaður í Jökli, ræða um nýja stjórnstöð og áföll síðustu ára í þætti vikunnar.
Published 04/06/24
Sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup og kona hans, Margrét Bóasdóttir, búa á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þau hafa tekist á hendur það verkefni í félagi við fleira fólk að efla staðinn og halda um leið nafni Hallgríms Péturssonar á lofti.
Published 03/30/24
Uni Hrafn Karlsson hefur byggt upp öflugt bifreiðaverkstæði á mikilvægum stað við þjóðveginn. Hann segir verkefnin óþrjótandi og að eini flöskuhálsinn sé skortur á öflugum bifvélavirkjum.
Published 03/17/24
Mitt í Öræfunum, kippkorn frá Jökulsárlóni, er lúxushótel ekki langt ofan við þjóðveginn, óvenjuleg bygging en þó látlaus í þessu stórbrotna umhverfi. Hrafnhildur E. Karlsdóttir hótelstjóri var tekin tali um lífið undir Öræfajökli.
Published 03/09/24
Steinþór Arnarson er alinn upp í Öræfum. Þegar hann sá nýtt lón myndast undir Fjallsárjökli fékk hann viðskiptahugmynd og í meira en áratug hefur hann siglt með ferðalanga að jökulsporðinum og breytt sýn þeirra á íslenska náttúru.
Published 03/02/24
Sjávarútvegsfyrirtækið Skinney Þinganes er langstærsti vinnuveitandinn á Höfn, ef hið opinbera er undanskilið. Aðalsteinn Ingólfsson hefur stýrt fyrirtækinu í nærri þrjá áratugi og segir stöðuna á svæðinu góða þótt áskoranir séu margar, m.a. vegna loðnuleysis og hruni í humarstofninum.
Published 02/24/24
Í sjö ár, sjö mánuði og sjö daga sátu þær við og saumuðu Njálssögu í 90 metra langan hördúk. Nú bíður þetta magnaða listaverk, sem sækir innblástur í miðaldalistir, þess að verða sett upp í nýjum húsakynnum á Hvolsvelli. Þær Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Kristín Ragnar Gunnarsdóttir leiða áheyrendur í allan sannleikann um Njálurefilinn svokallaða.
Published 02/17/24
Sigfús Kristinsson hefur fylgst með þorpinu við Sogið breytast úr sveit í bæ. Hann hefur lagt drjúgt til þeirrar uppbyggingar, m.a. með því að reisa sjúkrahúsið og fjölbrautaskólann í bænum. Sigfús hefur sterkar skoðanir á hlutunum.
Published 02/13/24
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, ræðir um lífið í bænum og helstu atvinnuvegi, hvort hugað sé að frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum og margt fleira. Þá rifjar hann upp þingferil sinn og óvænta endurkomu á þingið.
Published 02/03/24
Æskuvinirnir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Páll Ketilsson, ritstjóri og eigandi Víkurfrétta, fjalla um lífið á Suðurnesjum, þær miklu breytingar sem hafa orðið á svæðinu, áhrifin af veru bandaríska hersins og síðar brotthvarf hans og margt annað í nýju hlaðvarpi Hringferðarinnar.
Published 01/27/24
Bergþór Morthens býr á Siglufirði og í Gautaborg í Svíþjóð. Fyrir 18 árum keypti hann ásamt konu sinni Tynesarhús í miðju þorpinu fyrir norðan og hefur breytt því í undraveröld. Kannski ekki ósvipaða þeirri sem hann skapar með ótrúlega björtum litum í málverkum sínum. Hann segir litina pólitíska.
Published 01/20/24
Blaðamenn Morgunblaðsins settust niður með tveimur atvinnurekendum í Grindavíkurbæ og ræddu um fortíð, nútíð og framtíð Grindavíkur. Grindvíkingar hafa mátt þola margt á undanförnum mánuðum og framtíðin er óráðin.
Published 01/13/24
Agnes Anna Sigurðardóttir stofnaði brugghúsið Kalda í kjölfar ótrúlegs hugboðs. Jökull Bergmann hefur þvælst um öll svakalegustu fjöll heims og stundað og sinnt fjallaskíðaleiðsögn. Þau eru burðarásar í ferðaþjónustu á Árskógsströnd og segja tækifærin á svæðinu óþrjótandi.
Published 01/06/24
Svava Víglundsdóttir, eigandi Kaffi Kyrrðar og Blómasetursins í Borgarnesi, var búin að missa allt eftir að hótel sem hún rak á Vopnafirði varð gjaldþrota. Ástin dró hana í Borgarnes þegar hún kynntist Unnsteini Árnasyni. Síðan eru liðin 22 ár.
Published 12/30/23
Á leið okkar um landið er næsti áfangastaður Ólafsfjörður. Við ökum gegnum Héðinsfjarðargöngin eftir stutt stopp á Siglufirði og beint niður á kajann. Þar tekur á móti okkur Eyþór Eyjólfsson sem fyrir margt löngu festi kaup á innstu jörðinni í Ólafsfirði – Bakka. Hann býður okkur inn fyrir dyrnar á húsi sem lengst af hýsti saltfiskverkun á staðnum en hefur nú skipt um hlutverk og búning, að minnsta kosti þegar kemur að innra byrðinu. Í bláum kerjum svamlar fiskafjöld og á komandi árum hyggst...
Published 12/23/23