21 episodes

Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Í ljósi krakkasögunnar RÚV

    • Arts

Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

    Jóhanna af Örk

    Jóhanna af Örk

    Þetta er sagan af Jóhönnu af Örk eða stúlkunni sem kölluð var Mærin frá Orléans. Hún var aðeins sautján ára þegar hún leiddi her konungs til sigurs í hundrað ára stríðinu í Frakklandi á fimmtándu öld. Í dag er Jóhanna goðsögn, þjóðhetja í Frakklandi og dýrlingur í kaþólskri trú því henni tókst að gera það það sem þótti vera óhugsandi!

    Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
    Athugið að efni þáttarins gæti vakið óhug og því er mælt með að foreldrar hlusti með börnum sínum.

    • 21 min
    Börnin á Titanic I

    Börnin á Titanic I

    Þetta er sagan af börnunum á Titanic, eða kannski frekar sögurnar, því það voru yfir hundrað börn um borð í þessu heimsfræga skipi sem átti ekki að geta sokkið - en gerði það samt. Fyrri þáttur af tveimur.

    Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
    Athugið að efni þáttarins gæti vakið óhug og því er mælt með að foreldrar hlusti með börnum sínum.

    • 21 min
    Börnin á Titanic II

    Börnin á Titanic II

    Þetta er sagan af börnunum á Titanic, eða kannski frekar sögurnar, því það voru yfir hundrað börn um borð í þessu heimsfræga skipi sem átti ekki að geta sokkið - en gerði það samt. Síðari þáttur af tveimur.

    Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
    Athugið að efni þáttarins gæti vakið óhug og því er mælt með að foreldrar hlusti með börnum sínum.

    • 22 min
    Sacagawea

    Sacagawea

    Þetta er sagan af Sacagaweu. Ungu frumbyggjastelpunni sem hjálpaði Lewis og Clark, bandarískum landkönnuðum, að ferðast um landið sem þeir höfðu nýlega keypt. En þeir áttu ekki landið, þetta var hennar land, hennar heimkynni og hún gerði sitt allra besta til að stuðla að friðsamlegum samskiptum aðkomumanna við sitt fólk, því það var mun betra en blóðsúthellingar, eyðilegging og stríð. Þetta gerði hún allt, sextán ára gömul með nýfætt barn sitt bundið við bakið á sér.

    Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

    • 22 min
    Börnin í baráttunni við alnæmi

    Börnin í baráttunni við alnæmi

    Þetta eru sögur tveggja stráka sem urðu óvænt andlit alnæmis í fjölmiðlum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ryan White í Bandaríkjunum og Nkosi Johnson í Suður-Afríku. Þeir soguðust inn í atburðarás sem þeir höfðu enga stjórn á. Hvorugur þeirra fékk að mæta í skólann með jafnöldrum sínum eftir að það varð opinbert að þeir væru sýktir af HIV-veirunni. En hún smitast ekki milli fólks í hversdagslegum aðstæðum eins og við leik og nám í skóla. Hvers vegna var fólk þá svona hrætt við að umgangast þá?

    Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

    • 22 min
    Ruby Bridges

    Ruby Bridges

    Þetta er sagan af Ruby Bridges, sex ára hugrakkri stelpu sem breytti heiminum. Hún varð fyrir fordómum þegar hún var fyrsta svarta barnið í suðurríkjum Bandaríkjanna til að ganga í skóla sem hafði áður bara verið fyrir hvít börn. Fullorðið fólk sem var svo blindað af fordómum og hatri ætlaði að banna henni að mæta í skólann. En hún lét það ekki stoppa sig!

    Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

    • 18 min

Top Podcasts In Arts

Fresh Air
NPR
The Moth
The Moth
99% Invisible
Roman Mars
The Recipe with Kenji and Deb
Deb Perelman & J. Kenji López-Alt
The Magnus Archives
Rusty Quill
Snap Judgment Presents: Spooked
Snap Judgment

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Morðskúrinn
mordskurinn
Draugar fortíðar
Hljóðkirkjan