4 episodes

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrsta þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn inn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

Íslenska mannflóran II - Hlaðvarp RÚV

    • Society & Culture

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrsta þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn inn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

    Útlendingaandúð í fjölmenningarsamfélagi

    Útlendingaandúð í fjölmenningarsamfélagi

    Í kjölfar Black lives matter hreyfingarinnar hefur verið mikið rætt um rasisma í samfélaginu á Íslandi og annars staðar. En sú umræða hefur að mestu leyti beinst að kynþætti, en það má segja að á Íslandi sé einnig að finna annars konar fordóma sem beinast gegn uppruna og þjóðerni, sem er útlendingaandúð. Í þessum þætti skoðar Chanel Björk Sturludóttir hugtakið útlendingaandúð og ræðir við stjórnmálafræðingin Ólaf Þ Harðarsson um sögu þess innan stefna íslenskra stjórnvalda. Einnig er rætt við Semu Erlu Serdar um stöðu flóttamanna og hælisleitenda á Íslandi og aðkomu Útlendingastofnunar í þeim málum. Wiola Ujazdowska gefur að lokum innsýn inn í reynsluheim pólskra innflytjenda hér á landi, sem hún lýsir sem ljúfsárri upplifun.

    Menningarnám eða menningarást

    Menningarnám eða menningarást

    Menningarnám er ekki nám sem er stundað við háskóla, heldur arðrán yfirráðandi hópa á þáttum úr menningu undirokaðra hópa. Hinsvegar er menning fljótandi og við tökum og fáum lánað frá öðrum menningum og menningarkimum daglega. En vald hefur þar vægi, sem vert er að skoða. Í þættinum býður Chanel Björk fjórum viðmælendum í pallborðsumræður um menningarnám. Þátttakendur í pallborðinu eru Stephen Albert Björnsson, blandaður Íslendingur, Sunna Sasha Larosiliere, blandaður Íslendingur og starfsmaður Utanríkisráðuneytisins, Þórarinn Hjartarson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Ein Pæling, og Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Kona er nefnd.

    Saklaus rasismi

    Saklaus rasismi

    Er kynþáttahyggja nýtt fyrirbæri á Íslandi? Hafa þessar hugmyndir og fordómar gagnvart kynþáttunum borist til Íslands með aukinni hnattvæðingu? Eða á þetta vandamál djúpstæðar rætur í íslenskri menningu sem þjóðin hefur ekki áttað sig á? Chanel Björk hittir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing í leit sinni að svörum við þessum spurningum. Hún ræðir einnig við Dýrfinnu Benitu Basalan um hennar upplifun af kynferðislegum kynþáttafordómum vegna uppruna síns sem Íslendingur af asískum uppruna og Kjartan Páll Sveinsson segir frá kerfisbundnum rasisma hér á landi, þá sérstaklega í garði innflytjenda.

    Rasismi snertir okkur öll

    Rasismi snertir okkur öll

    Í kjölfarið á mótmælunum undir formerkjum Black Lives Matter sem áttu sér stað í Bandaríkjunum og víða um heiminn í vor, komu margir blandaðir, litaðir eða aðfluttir íslendingar fram og deildu sinni upplifun af kynþáttafordómum og misrétti hér á landi. Hvað höfum við lært af þessari umræðu? Hvernig hafa mótmælin haft áhrif á skoðanir og skilning okkar á fjölmenningu hér á landi? Í þessum þætti er rætt við Birgittu Elínu Hassell um ástæður þess að hún fann sig knúna til að deila upplifun sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Einnig er rætt við Halldór Halldórsson, Lóu Björk Björnsdóttur og Gunnar Smári Jóhannesson um þeirra upplifun af umræðunni um kynþáttafordóma hér á landi en þau eru öll hvítir íslendingar.

Top Podcasts In Society & Culture

The Interview
The New York Times
Inconceivable Truth
Wavland
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
Soul Boom
Rainn Wilson
Call It What It Is
iHeartPodcasts
This American Life
This American Life