30. Ásdís Eir Símonardóttir, driffjöður átaksverkefnis Vertonet og sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Description
Gestur okkar í þessum þætti er Ásdís Eir Símonardóttir, driffjöður átaksverkefnis Vertonet og sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi.
Ásamt því að kynnast Ásdísi, fræðumst við um átaksverkefnið og Playbook Vertonet, leiðarvísi að fjölbreytileika, jafnræði og inngildingu á vinnustað sem nú er í undirbúningi og er hluti af stærra átaksverkefni um að auka nýliðun kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi.
Playbook Vertonet verður ókeypis og galopið verkfæri til að auðvelda fyrirtækjum og stjórnendum í upplýsingatækni að stíga markviss skref í átt að inngildandi vinnustaðamenningu.
Í þættinum ræða Hildur og Ásdís meðal annars:
Upplifun Ásdísar þegar hún starfaði sem mannauðsstjóri í tæknigeiranum - það vantar fólk!
Hvað hlutfallslega fáar konur vinna í tæknistörfum á Íslandi
Hvað Vertonet ætlar að gera til að hafa áhrif
Átaksverkefnið hingað til og hvað búið er að gera
Afurð í smíðum: Hvað er eiginlega Playbook Vertonet?
Hvernig áhugasöm geta lagt hönd á plóg
Hvað gerist 13. nóvember? Buildathon og dagskrá í streymi
Hvernig verður hægt að nýta Playbook Vertonet til að auka inngildingu fyrir öll í upplýsingatækni
Ásdís nefnir bæði hlaðvarp og bók í viðtalinu sem hún mælir með:
Fixable (hlaðvarp)
Likable Badass: How Women Get the Success They Deserve (bók)
---------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
LinkedIn
Facebook
Instagram
---------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Styrktaraðilar: Advania og Sýn
Gestur okkar í þessum fyrsta þætti vetrarins er Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona tækniþjónustu Ljósleiðarans. Valeria er reynslumikill stjórnandi í upplýsingatæknigeiranum með víðtæka starfsreynslu úr mismunandi atvinnugreinum. Áður en hún tók við núverandi starfi vann hún hjá...
Published 10/13/24
Elísabet Ósk Stefánsdóttir er nýr formaður stjórnar Vertonet sem kosin var á aðalfundi félagsins sem haldinn var í maí. Í þættinum segir hún okkur bæði frá nýrri stjórn og sjálfri sér, ásamt því að við lítum um öxl yfir þá viðburði sem félagið hefur staðið fyrir í vetur. Við ræðum að auki...
Published 06/23/24