66 episodes

Hér komum við saman til að ræða um bækur, ljóð og leikrit í bland við allt sem tilheyrir lífinu.

Listin og lífi‪ð‬ Tanja og Ástrós

    • Arts

Hér komum við saman til að ræða um bækur, ljóð og leikrit í bland við allt sem tilheyrir lífinu.

    Villibráð

    Villibráð

    Hversu vel þekkirðu fólkið sem stendur þér næst? Við fórum á Villibráð í bíó (sumir með litlar væntingar en aðrir með aðeins hærri) og horfðum svo á frönsku útgáfu myndarinnar, Le Jeu. Tvær alveg eins myndir sem tekst samt að vera GJÖRólíkar.

    • 1 hr 12 min
    Útsýni👀

    Útsýni👀

    Í dag settumst við niður með bókina Útsýni eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og ræddum hana í bak og fyrir. Ansi góð bók að okkar mati og vel þess virði að kíkja á - og kannski sérlega athyglisverð fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á dulrænum öflum!

    • 1 hr 7 min
    Jólamyndir

    Jólamyndir

    Við snúum aftur eftir marga viðburðaríka mánuði og óvænta atburði. Umræðuefnið er að sjálfsögðu jólamyndir; þessar góðu, þessar gömlu, þessar hræðilega lélegu, þessar klassísku og allt þar á milli. Gleðileg jól og heyrumst aftur á nýju ári!

    • 1 hr 14 min
    Doctor Strange / Everything Everywhere All at Once

    Doctor Strange / Everything Everywhere All at Once

    Er til önnur útgáfa af þér einhvers staðar þarna úti? Er til heimur þar sem þú kannt að skíða á höndum eða borðar með naflanum eða heimur þar sem allt er fjólublátt? Við munum sennilega aldrei komast að því en það er aftur á móti ENDALAUST hægt að velta sér upp úr því og bíómyndirnar tvær sem við tókum fyrir í þættinum eru einmitt af þeirri sortinni. Önnur er mögulega BESTA MYND ÁRSINS (já, þú last þetta rétt) en hin er talsvert verri🙈🙊

    • 1 hr 4 min
    Eru SumarBækur betri en aðrar bækur?

    Eru SumarBækur betri en aðrar bækur?

    Leikhúsárið er að líða undir lok og það þýðir bara eitt: Loksins, loksins er komið SUMAR! Við ræddum síðustu leikhúsferðir vetursins, Room 4.1 og Sjö ævintýri um skömm, og fórum í gegnum himinháan sumarbókastafla🛫⛱

    • 1 hr 11 min
    Looking for Alaska eftir John Green

    Looking for Alaska eftir John Green

    Fyrir þá sem ekki vita: John Green er enginn venjulegur maður. Hann er maðurinn sem færði okkur The Fault in Our Stars og Paper Towns, ógleymanlegar ungmennabækur (og kvikmyndir) sem breyttu allri okkar upplifun af því hvað ungmennabækur eru. Hér fjöllum við um hans fyrstu skáldsögu, Looking for Alaska sem kom út árið 2005 og olli þó nokkrum usla. 

    • 1 hr 17 min

Top Podcasts In Arts

Fresh Air
NPR
The Moth
The Moth
99% Invisible
Roman Mars
Snap Judgment Presents: Spooked
Snap Judgment
The Magnus Archives
Rusty Quill
Poetry Unbound
On Being Studios