Episodes
The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk.
Published 05/01/22
„Glansandi teinarnir flytja okkur í kæliskáp Guðs,“ segir Vadím við finnska stúlku þegar þau hittast fyrst. Klefi nr. 6 eftir Rosu Liksom fjallar um ferðalag þeirra með Síberíulsestinni um Sovétríkin á níunda áratug síðustu aldar, síðasta áratug Sovétríkjanna. Stúlkan þarf sem sagt að deila klefa með ruddalegum miðaldra verkamanni alla leið frá Moskvu til Mongólíu. Í þessum þrönga klefa mætir austrið vestrinu og við fáum magnaðar svipmyndir af mörgum nyrstu borgum heims.
Published 04/24/22
Í bíósmygli vikunnar fjöllum við um Skjálfta, sem er fyrsta mynd Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd og er byggð á Stóra skjálfta, skáldsögu Auðar Jónsdóttur.
Published 04/10/22
Í nýjasta bókasmyglinu fáum við Björn Halldórsson rithöfund til að segja okkur aðeins frá því hvernig bók verður til, hvernig rithöfundaferill byrjar og hvernig hann vinnur.
Published 04/03/22
Óskarsverðlaunin verða afhent núna á sunnudaginn og við fengum þá Ívar Erik Yeoman leikstjóra og Gunnar Ragnarsson, gagnrýnanda Lestarinnar, leikara og söngvara, til að ræða ítarlega myndirnar sem eru tilnefndar sem besta mynd og sem sú besta erlenda myndin.
Published 03/20/22
Merking eftir Fríðu Ísberg er umfjöllunarefni Menningarsmygls níunda þáttar Menningarsmygls, en hún vann nýlega Fjöruverðlaunin í hópi skáldverka.
Published 03/13/22
Núna fyrr í haust fékk bosníska myndin Quo Vadis, Aida? Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd, auk þess sem Jasmila Žbanić var valin besti leikstjórinn og Jasna Đuričić besta leikkonan, auk þess sem myndin hafði áður verið tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á Óskarsverðlaununum í fyrra.
Published 03/06/22
Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar.
Published 02/27/22
„Ég hef aldrei hitt rasista sem kann þjóðdansa“ – Svavar Knútur.
Published 02/20/22
Áttundi og síðasti þáttur sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar var sýndur um helgina, en við hituðum upp fyrir þáttinn með góðu spjalli við Eirík Örn Norðdahl skáld og Ísfirðing og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Húsvíking.
Published 02/13/22
Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson er aðalumræðuefni fjórða þáttar Menningarsmygls, en bókin ber undirtitilinn „Skáldsaga um morð, ást og viðurstyggð.“
Published 02/06/22
„Fyrsti klukkutíminn á Endgame er bara eins og að horfa á mynd eftir Ingmar Bergman.“
Spider-Man: No Way Home er fjórfalt vinsælli en nokkur önnur bíómynd eftir að kófið skall á heimsbyggðinni. En hvað þýðir þetta fyrir heimsbíóið og fyrir Hollywood?
Published 01/30/22
Jólabókavertíðinni er lokið – en hversu gjöful var hún? Við fengum Soffíu Auði Birgisdóttur og Gauta Kristmannsson til að ræða flóðið, en bæði eru mikilsvirkir bókmenntagagnrýnendur og bókmenntafræðingar, en Gauti flytur gagnrýni í Víðsjá á Rás 1 og Soffía Auður skrifar á vefinn skald.is.
Published 01/23/22
Heiða Eiríksdóttir, Benedikt Erlingsson og Gunnar Hrafn Jónsson litu við í betri stofu Menningarsmyglsins og ræddu kvikmyndina Don’t Look Up við ritstjóra Smyglsins.
Published 01/16/22