78 episodes

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn - Hlaðvarp RÚV

    • News

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

    Réttarhöld yfir Weinstein. Eldhætta vegna rafbíla.

    Réttarhöld yfir Weinstein. Eldhætta vegna rafbíla.

    Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri í Noregi. Þar varð stórbruni á dögunum. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón VIðar Matthíasson. Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem andlit #metoo hreyfingarinnar. Réttarhöld hófust í vikunni yfir Weinstein sem getur átt yfir höfðu sér lífstíðardóm. Pálmi Jónasson fjallaði um þetta.

    Gengjamyndun? Kosningar á hverju ári?

    Gengjamyndun? Kosningar á hverju ári?

    Það gæti stefnt í almennar kosningar árlega næstu þrjú ár. Ef sitjandi forseti fær mótframboð verða forsetakosningar í júní, svo Alþingiskosningar á næsta ári og sveitarstjórnarkosningar 2022. Arnar Páll Hauksson tók saman. Embætti ríkislögreglustjóra telur hátt hlutfall innflytjenda í ákveðnum hverfum auka hættuna á því að hér verði til viðkvæm svæði eða gettó þar sem glæpagengi vaði uppi. Þetta má ráða af nýrri skýrslu embættisins um hugsanlegar áskoranir sem lögregla gæti staðið frammi fyrir í náinni framtíð. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Tatiönu Latinovic, formann innflytjendaráðs stjórnvalda, og Óskar Dýrmund Ólafsson, hverfisstjóra í Breiðholti.

    Áratugur Instagram-augnablika og vantrausts

    Áratugur Instagram-augnablika og vantrausts

    Við rifjum upp það sem gerðist í stjórmálum og ferðaþjónustu á þessum áratug. Stjórnmálaprófessor segir að hann hafi einkennst af miklu vantrausti. Hótelrekandi segir Airbnb hafa breytt öllu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Eirík Bergmann. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kristófer Oliversson og Soffíu Kristínu Þórðardóttur.

    Mikil vöxtur í netverslun með matvæli

    Mikil vöxtur í netverslun með matvæli

    Mikil vöxtur hefur verið í netverslun með matvæli. Því er spáð að netverslun springi út á næstu árum. Arnar Páll talar við Guðmund Magnason og Helga má Þórðarson. Rétt fyrir jólin 1969, fyrir 50 árum, var Árnagarður á lóð Háskóla Íslands, formlega tekinn í notkun. Húsið hafði verið tæp þrjú ár í byggingu en á stysta degi ársins, 21. desember 1969, var eigendum afhent húsið. Kristján Sigurjónsson talaði við Guðrúnu Nordal. Sextán börn, með Gretu Thunberg í fararbroddi, fara fram á það við forsætisráðherra bæði Noregs og Kanada að þessi lönd hætti að leita að olíu og dragi markvisst úr olíuvinnslu. Þau segja að áframhaldandi olíuvinnsla sé brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arnar Páll Hauksso segir frá.

    Kjaraviðræður. Fordæmaleysi veðurs. Listaverkarán.

    Kjaraviðræður. Fordæmaleysi veðurs. Listaverkarán.

    Formaður Sameykis segir að ef ekkert gangi í kjaraviðræðum fljótlega eftir áramót muni félagsmenn hefja undirbúning aðgerða sem gæti endað með verkföllum. Viðræður við opinbera starfsmenn hafa staðið yfir í 9 mánuði og ljóst að þær munu dragast fram á næsta ár. Arnar Páll Hauksson ræðir við Árna Stefán Jónson, Önnu Maríu Frímannsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Fárviðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku afhjúpaði veikleika í innviðum en líka hversu berskjölduð við erum gagnvart náttúruöflunum. Síðustu daga hefur svo verið talað um fordæmalaust rafmagnsleysi, fordæmalausan hrossadauða - en var veðrið sjálft fordæmalaust og má að einhverju leyti rekja það til loftslagsbreytinga? Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðing. Fyrir fjörutíu árum rændu þjófar fimm afar verðmætum listaverkum úr safni í Austur-Þýskalandi. Nú er loks búið að endurheimta verkin, þökk sé borgarstjóranum á staðnum. Margt er þó enn á huldu um þennan stærsta og dularfyllsta listaverkaþjófnað í sögu Austur-Þýskalands. Pálmi Jónasson.

    Leyfikerfi þung í vöfum, kosningar í Bretlandi og loftslagsráðstefna

    Leyfikerfi þung í vöfum, kosningar í Bretlandi og loftslagsráðstefna

    Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Einfalda þurfi leyfiskerfið sem sé allt of þungt. Það gangi ekki að það sé hægt að stöðva verkefni endalaust. Landsnet, sem stofnað var fyrir 15 árum, sé fyrst núna að komast í sitt fyrsta uppbyggingarverkefni. Arnar Páll Hauksson talaði við Hörð Arnarson. Skýrar línur - það er útkoman úr bresku þingkosningunum í gær. Íhaldsflokkurinn fær kláran meirihluta, tæplega 44 prósent atkvæða, Verkamannaflokkurinn 32 prósent. Slæm útreið Verkamannaflokksins þýðir að nú fer orka þess flokks á næstunni í leiðtogakjör, ekki í landsmálin og stjórnarandstöðu. Sigrún Davíðsdóttir þú hefur fylgst með kosningunum en heyrum fyrst lokaorð Borisar Johnsons í morgun þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu. Lokadagur tuttugustu og fimmtu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd er runninn upp en viðræðum er hvergi nærri lokið. Helga Barðadóttir, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Loftslagssamningnum og starfsmaður umhverfisráðuneytisins, segir að þrátt fyrir að enn sé deilt um það sama og í Katowice í fyrra hafi náðst ákveðinn árangur í Madríd. Það liggi betur fyrir um hvaða atriði ríki séu ósammála. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Helgu Barðadóttur.

Top Podcasts In News

The Daily
The New York Times
Serial
Serial Productions & The New York Times
Up First
NPR
The Tucker Carlson Show
Tucker Carlson Network
The Ben Shapiro Show
The Daily Wire
The Megyn Kelly Show
SiriusXM