36 episodes

Spegilmyndin (The Mirror) is a lifestyle feature on women’s health, healthy lifestyle, diet, exercise, fashion trends, body respect and cosmetic and plastic surgery. The creator and host of the show is Marín Manda Magnúsdóttir, cultural communicator and modern scholar, while the producer of the TV series is Orca Films.

Spegilmyndin podcast was launched alongside TV series 2, which was shown on Stöð 2 and Stöð 2+ in March and April 2023. In the podcast, Marín Manda talks to her interviewees about the main things in the health and beauty industry in Iceland, just like she does in the TV series. She looks into various interesting issues that are prominent in the discussion, but the interviewees are of various types. This includes dermatologists, nutritionists, psychologists, health advisors, beauticians, trainers, gynecologists, plastic surgeons and other experts related to the subject at any given time.

Spegilmyndin spegilmyndin

    • Arts

Spegilmyndin (The Mirror) is a lifestyle feature on women’s health, healthy lifestyle, diet, exercise, fashion trends, body respect and cosmetic and plastic surgery. The creator and host of the show is Marín Manda Magnúsdóttir, cultural communicator and modern scholar, while the producer of the TV series is Orca Films.

Spegilmyndin podcast was launched alongside TV series 2, which was shown on Stöð 2 and Stöð 2+ in March and April 2023. In the podcast, Marín Manda talks to her interviewees about the main things in the health and beauty industry in Iceland, just like she does in the TV series. She looks into various interesting issues that are prominent in the discussion, but the interviewees are of various types. This includes dermatologists, nutritionists, psychologists, health advisors, beauticians, trainers, gynecologists, plastic surgeons and other experts related to the subject at any given time.

    Aníta Rún Guðnýjardóttir - „80% kvenna eru í rangri brjóstahaldara stærð"

    Aníta Rún Guðnýjardóttir - „80% kvenna eru í rangri brjóstahaldara stærð"

    Gestur Spegilmyndarinnar að þessu sinni er Aníta Rún Guðnýjardóttir eigandi verslunarinnar Sassy sem selur nærfatnað, aðfaldsfatnað og aðgerðarfatnað. Aníta er með ótrúlega gott úrval af vörum fyrir konur sem eru með eitt, tvö eða engin brjóst og leggur mikið upp úr því að fræða konur um hvernig þær eiga að klæðast brjóstahöldurum í réttri stærð. Saga Anítu er áhugaverð en hún eignaðist 3 börn á þremur árum og hefur farið í gegnum allskonar breytingar á líkama og sál í gegnum lífið. Hér er á ferðinni skemmtileg kona sem hvetur aðrar konur til þess að setja sjálfar sig í fyrsta sæti til þess að líða betur í eigin skinni. 

    • 56 min
    Hekla Guðmundsdóttir - „Bandvefslosun bjargaði mér eftir ítrekuð áföll"

    Hekla Guðmundsdóttir - „Bandvefslosun bjargaði mér eftir ítrekuð áföll"

    Hin dásamlega Hekla Guðmundsdóttir er viðmælandi í Spegilmyndinni að þessu sinni. Hekla hefur gengið í gegnum röð áfalla á sinni lífstíð en hefur tekist á við þau verkefni af mikilli þrautseigju og jákvæðni. Hún var frá vinnumarkaði í um 14 ár vegna veikinda en hefur í dag fundið sína köllun. Bandvefslosun er hennar hugarfóstur en það kennir hún í Dans og jóga ásamt því að halda pop up viðburði reglulega. Hekla deilir sögu sinni af mikilli einlægni í þessum þætti og lýsir því hvernig Bandvefslosun bjargaði henni eftir röð áfalla. 
     
    * Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró sem er örugg og einföld greiðsluleið. 

    • 55 min
    Helga Ólafsdóttir - „Stundum finnst mér ég geta sigrað heiminn"

    Helga Ólafsdóttir - „Stundum finnst mér ég geta sigrað heiminn"

    Helga Ólafsdóttir er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún starfar í dag sem stjórnandi Hönnunarmars sem er hátíð hönnunar og arkitektúrs. Helga er með gríðarlega víðtæka reynslu í heimi hönnunar, þróunar skapandi verkefna, í stjórnun og rekstri. Hún er með BA gráðu í fata­hönn­un og vöruþróun frá Hell­erup Textile Col­l­e­ge í Kaup­manna­höfn og fata­hönn­un frá Kent Institu­te of Art and Design á Englandi. Í 11 ár rak hún hönnunarfyrirtækið sitt Ígló og Indí með barnaföt og hefur starfað sem hönnuður hjá All Saints á Englandi, yf­ir­hönnuður hjá Ilse Jac­ob­sen og vöruþró­un­ar­stjóri hjá Nikita. Í þessum þætti ræðir hún Hönnunarmars og margt annað sem tengist ástríðunni að hanna og skapa. 
     
    * Þessi þáttur er í boði Neostrata húðvörur og Netgíró sem er örugg greiðsluleið. 

    • 31 min
    Judith Jóhannsdóttir -„Nefið stjórnaði of miklu í lífinu mínu“

    Judith Jóhannsdóttir -„Nefið stjórnaði of miklu í lífinu mínu“

    Í þessum þætti ræðir Marín Manda við Judith Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðinema, en hún ferðaðist til Tyrklands fyrir nokkrum vikum síðan og lagðist undir hnífinn til þess að fá nefið sem hana hafði dreymt um. Síðan hún man eftir sér átti hún erfitt með að sætta sig við nefið sitt, þrátt fyrir að hafa ekki skort sjálfstraust. Hún var staðráðin í því að breyta nefinu og lét til skarar skríða fyrir nokkrum vikum. Hún er himinlifandi með útkomuna þó hún sé enn að venjast nýrri útgáfu af sjálfri sér. Hér er á ferðinni ákaflega skemmtileg ung kona sem deilir sögu sinni á skondin en einlægan hátt 
     
    ** Þessi þáttur er í boði Neostrata og Netgíró

    • 49 min
    Lilja Sigurgeirsdóttir - „Ég brenn fyrir því að hjálpa fólki að eldast vel"

    Lilja Sigurgeirsdóttir - „Ég brenn fyrir því að hjálpa fólki að eldast vel"

    Lilja Sigurgeirsdóttir er eins og ferskur andblær þegar hún kemur inn í upptökuverið, en hún er nýjasti viðmælandinn í Spegilmyndinni. Hún hefur aldrei verið þessi týpíska liðuga fimleikastelpa en starfar sjálfstætt í dag sem liðleika og hreyfanleika þjálfari. Lilja hefur verið með vinsæl námskeið sem heita Stirðir strákar og Flex Fit og segir alltof marga vera að eiga við stoðkerfisvandamál í dag. Nútimasamfélagið hafi gert það að verkum að fólk hafi hætt að hreyfa eins og áður þegar við vorum veiðimenn og því þurfi að bæta úr.  Áhugavert og skemmtilegt spjall við Lilju sem segist brenna fyrir því að hjálpa fólki að eldast vel í eigin líkama. 

    • 49 min
    Jara Gian Tara stjörnuspekingur - „Ég get hjálpað þér að tengjast þínum innri töfrum"

    Jara Gian Tara stjörnuspekingur - „Ég get hjálpað þér að tengjast þínum innri töfrum"

    Jarþrúður eða Jara Gian Tara er viðmælandi Spegilmyndarinnar að þessu sinni. Hún er mögnuð kona. Hún er listakona, jógakennari og stjörnuspekingur sem semur tónlist og lærði heimspeki við Háskóla Íslands. Jara trúir á stjörnurnar og Human design. Hún aðhyllist stjörnuspeki og dulspeki og segir að það skipti máli hvenær og hvar við fæðumst. Jara vill meina að við höfum öll tilgang en oft þurfum við að komast í dýpri tengingu við okkur sjálf til þess að lífið verði magískt. Marín Manda ræddi við hana um alla þessa hluti og fékk hana örlítið til að skyggnast inn í stjörnukortið hennar. 
     
    Þessi þáttur eru í boði Neostrata og Netgíró. 

    • 56 min

Top Podcasts In Arts

Fresh Air
NPR
The Moth
The Moth
99% Invisible
Roman Mars
Snap Judgment Presents: Spooked
Snap Judgment
The Magnus Archives
Rusty Quill
Glad We Had This Chat with Caroline Hirons
Wall to Wall Media

You Might Also Like

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Mömmulífið
Mömmulífið
Eftirmál
Tal
Spjallið
Spjallið Podcast
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason