26 episodes

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins

    • News
    • 5.0 • 1 Rating

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

    #24. - Hverju svarar Halla T.

    #24. - Hverju svarar Halla T.

    Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

    Líkt og í fyrri þátt­um verður Höllu gert að svara krefj­andi spurn­ing­um. Beint verður að henni spurn­ing­um sem snúa að skyld­um for­set­ans og því sem kem­ur í hlut­skipti hans út frá bak­grunni henn­ar sem for­stjóri alþjóðlegu sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar B Team.

    Fyr­ir­tækið B Team er vett­vang­ur stjórn­mála-, viðskipta- og áhrifa­fólks víðs veg­ar um heim með höfuðstöðvar í New York. Stofn­andi B Team, Rich­ard Bran­son, hef­ur verið um­deild­ur í gegn­um tíðina og hlotið gagn­rýni fyr­ir tví­mæli í stefnu sinni um lofts­lags­mál. Þá hef­ur hann einnig verið sakaður um skattsvik.


    Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og sr. Grét­ar Hall­dór Gunn­ars­son prest­ur í Kópa­vogs­kirkju mæta í settið til að fara yfir þær frétt­ir sem komust í há­mæli í vik­unni sem er að líða.

    • 1 hr 8 min
    #23. - Jón Gnarr krafinn svara

    #23. - Jón Gnarr krafinn svara

    Jón Gnarr svarar krefj­andi spurn­ing­um er varða fortíð hans og bak­grunn sem einn vin­sæl­asti grín­isti lands­ins í sam­hengi við fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands.

    Einnig var knúið á um svör hvers kon­ar hug­sjón­ir Jón hef­ur á for­seta­embætt­inu og með hvaða hætti hann kem­ur til með að beita sér í því verði hann kjör­inn.

    Fjöl­miðlamaður­inn Frosti Loga­son og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins mættu í settið til að fara yfir stærstu frétta­mál­in sem upp komu í vik­unni.

    • 1 hr 6 min
    #22. - Halla Hrund situr fyrir svörum

    #22. - Halla Hrund situr fyrir svörum

    Lagðar eru krefj­andi spurn­ing­ar fyr­ir Höllu Hrund í þætt­in­um er tengj­ast valdsviði for­set­ans og knúið á um svör hvers kon­ar for­seti hún hyggst verða nái hún kjöri. Þar verða mál­skots­rétt­ur­inn, stjórn­ar­skrá­in, tungu­málið og margt annað sem kem­ur í hlut­skipti for­set­ans til umræðu. 

    Vafi hef­ur leikið á tengsl­um Orku­stofn­un­ar við verk­taka sem starfa nú í kosn­ingat­eymi Höllu Hrund­ar.

    Þykir mörg­um spurn­ing­um ósvarað hvað tengsl­in varðar og hug­mynd­ir uppi um að þau séu af óvenju­leg­um toga sé tekið mið af nán­um tengsl­um henn­ar við Orku­stofn­un þar sem hún hef­ur verið hæ­stráðandi fram til þessa.


    Yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar verður í góðum hönd­um í þætt­in­um. Eva Dögg Davíðsdótt­ir nýr þingmaður Vinstri Grænna mæt­ir í settið ásamt Guðmundi Árna Stef­áns­syni vara­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að ræða það sem bar hæst á góma í vik­unni sem senn er á enda.

    • 1 hr 9 min
    #21. - Baldur svarar erfiðum spurningum

    #21. - Baldur svarar erfiðum spurningum

    Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í Spurs­mál­um. Krefj­andi spurn­ing­um verður beint að Baldri og fram­boði hans til embætt­is for­seta Íslands.


    Auk Bald­urs mæta þau Hall­dór Hall­dórs­son, for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins, og Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði, í settið til að fara yfir helstu frétt­ir líðandi viku. 

    • 1 hr 12 min
    #20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboði

    #20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboði

    Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála.

    Er þetta fyrsta stóra viðtalið sem Katrín veit­ir eft­ir að hún ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

    Auk Katrín­ar mæta þau Börk­ur Gunn­ars­son, kvik­mynda­gerðarmaður og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi hjá NATO, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í settið og rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

    Bú­ast má við að upp­lýs­andi umræða skap­ist um átök­in sem eiga sér stað fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. Fregn­ir af árás­um Írans og Ísra­el í báðar átt­ir eru mikið áhyggju­efni fyr­ir heims­byggðina og vekja upp ýms­ar spurn­ing­ar hér á landi sem og ann­ars staðar. 

    Þá hef­ur þróun rík­is­fjár­mál­anna einnig skotið upp koll­in­um í vik­unni sem verður komið inn á í þætt­in­um. Fjár­mál rík­is­ins brenna oft­ar en ekki á land­an­um enda um eitt stærsta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar að ræða og margt sem þykir bet­ur mega fara í þeim efn­um.





     

    • 1 hr 8 min
    # 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars

    # 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars

    Staðan í póli­tík­inni og ný­myndað stjórn­ar­sam­starf er í brenni­depli í Spurs­mál­um. Þau Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, og Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, mæta í settið og ræða ný­myndað rík­is­stjórn­ar­sam­starf sem hlotið hef­ur tölu­verða gagn­rýni síðustu daga. 

    Brynj­ar Ní­els­son, lögmaður og fyrr­um þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mæt­ir í settið ásamt Kol­brúnu Bergþórs­dótt­ur, blaðamanni og bóka­gagn­rýn­anda til að rýna helstu frétt­ir í liðinni viku. Mörgum þykir Brynjar vænlegur í að lýsa Eurovision-keppninni í ár í fjarveru Gísla Marteins Baldurssonar og í þættinum mun hann máta sig við hlutverkið.

    • 1 hr 4 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In News

The Daily
The New York Times
Serial
Serial Productions & The New York Times
Up First
NPR
The Tucker Carlson Show
Tucker Carlson Network
The Ben Shapiro Show
The Daily Wire
The Megyn Kelly Show
SiriusXM

You Might Also Like

Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Eftirmál
Tal
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason