Description
Við settum Þjóðmálastofuna upp á á Akureyri fyrir vel sótt bjórkvöld Þjóðmála. Stefán Einar Stefánsson og Þórður Gunnarsson ræða um það helsta í stjórnmálunum, þingsetningu, fjárlögin, fjölgun ríkisstarfsmanna, vangaveltur um formannsefni VG, mikla fjármagnsþörf ríkisins og fleira. Þá er rætt um kostnað við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, fólk sem þykist hafa gaman að því að borga skatta, ríkisstyrki til stjórnmálaflokka og margt fleira.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson mæta glaðir í bragði eftir Hátíðarkvöld Þjóðmála. Við ræðum um þau verðlaun sem Þjóðmál veitti aðilum úr atvinnulífinu og helstu rökum á bakvið þau. Þá er einnig fjallað um stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni, stöðuna í aðdraganda kosninga, umræðuna...
Published 11/22/24
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson frá Morgunblaðinu fara yfir stöðuna í aðdraganda kosninga, hvernig næstu tvær vikur kunna að líta út, helstu málefnin sem fjallað er um í kosningabaráttunni, fjölmiðlaumfjöllun um kosningarnar, hvaða áhrif komandi vaxtaákvörðun kann að hafa og margt...
Published 11/19/24