Gestur þessa þáttar er Hjálmar Gíslason. Hann hefur stofnað fimm fyrirtæki á Íslandi. Fyrstu tvö þeirra Lon&Don og Maskína runnu saman við önnur fyrirtæki. Það þriðja Spurl.net var keypt af Já hf. sem var dótturfyrirtæki Símans hf. á þeim tíma. Það fjórða Datamarket var svo selt til erlenda fyrirtækisins Qlik á 1,6 milljarð króna. Sú sala var valin viðskipti ársins af Fréttblaðinu árið 2014. Í viðtalinu fer Hjálmar yfir alla þessa sögu og deilir því helsta sem hann hefur lært á leiðinni.
Dan byggði upp fyrirtækið Strategic Coach ásamt eiginkonu sinni Barböru. Þau mynda frábært teymi þar sem hann hefur verið hugmyndasmiðurinn og hún hefur byggt reksturinn upp á þeim hugmyndum. Strategic Coach hjálpar fólki sem stundar viðskipti að ná betri árangri. Fyrirtækið hefur unnið með yfir...
Viðmælandi þessa þáttar, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (eða Edda eins og hún er kölluð), hefur átt langan og farsælan feril sem einn af lykilstjórnendum í Actavis og forverum þess fyrirtækis, Pharmaco og Delta.