Theodór Elmar Bjarnason gerir upp skrautlegan feril
Listen now
Description
Theodór Elmar Bjarnason setti punkt fyrir aftan 20 ára knattspyrnuferil sinn þegar KR vann 7-0 sigur á HK í lokaumferð Bestu deildar karla síðustu helgi. Ferill hans er skrautlegur en hann hélt utan aðeins 17 ára gamall til stórliðs Celtic í Skotlandi og hefur síðan alls leikið í sex löndum, að Íslandi undanskildu. Hann lítur nú til næsta verkefnis en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélagsins og verður því á hliðarlínunni í Bestu deildinni að ári.
More Episodes
Arnór Smárason lét gott heita og lagði knattspyrnuskóna á hilluna á dögunum, 36 ára gamall. Arnór var snemma talinn bera af á fótboltavellinum og var valinn besti leikmaður Shellmótsins 10 ára gamall og aðeins 15 ára var hann fluttur einn og óstuddur í atvinnumennsku til Heerenveen í Hollandi....
Published 11/12/24
Published 11/12/24
Ingvi Þór Sæmundsson fékk þá Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson til að fara yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla.
Published 11/05/24