Boltinn Lýgur Ekki - Þeir þora og skora
Listen now
Description
Gestagangurinn var mikill í Boltinn Lýgur Ekki í dag. Ritstjórinn umdeildi, Davíð Eldur aka Sá Eldfimi mætti í Fiskabúrið til þeirra BLE bræðra og fór yfir NBA. Það voru síðan skipti, Véfrétt út og "Þræll Mammon" aka Siggeir Ævarsson kom inn en sá er Grindvíkingur og hann veitti okkur innsýn í körfubolta og líf Grindvíkinga á þessum óvissutímum.