Gugga í gúmmíbát
Listen now
Description
Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, skaust nýverið upp á stjörnuhimininn og er rísandi stjarna í samfélagsmiðlaheiminum. Gugga, eins og hún er alltaf kölluð, leggur mikið upp úr jákvæðu hugarfari, er dugleg að hvetja aðrar stelpur áfram og fer sínar eigin leiðir óháð áliti annarra. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir vegferð sína, erfið áföll, að fagna líkama sínum, brjóstamyndina á plötuumslagi ClubDub, útvarpið, fyrsta giggið sem var á stóra sviðinu á Þjóðhátíð, að vilja ekki vera fyrirmynd og einfaldlega fá að hafa gaman að lífinu.
More Episodes
Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Birna Rún hefur komið víða að í leiklistinni, er einn vinsælasti veislustjóri landsins, er óhrædd við að berskjalda sig og standa uppi á sviði fyrir framan hóp fólks og segja brandara og tekur lífinu ekki of alvarlega....
Published 10/28/24
Published 10/28/24
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og fyrrverandi verkalýðsforingi er gestur Einkalífsins að þessu sinni. Hann segir frá uppvaxtarárunum úti á landi og ákvörðun sinni um að fara í guðfræði. Hann segir líka frá tíma sínum í VR, óvæginni umfjöllun um eiginkonu hans og ástæður þess að hann fer...
Published 09/26/24