243. Þáttur - End of an Era (Uppgjörsþáttur 23/24) Benedikt Guðmundsson, Kristinn Pálsson og Ingibergur Þór Jónasson
Listen now
Description
Kæru hlustendur, Takk fyrir tímabilið! Nýafstaðið tímabil er eitthvað sem gleymist aldrei, stórar sögulínur bæði innan vallar og utan. Dramatík og frábær körfubolti, skemmtilegir leikmenn og mikil dramtík. Endalínan valdi fimm stærstu sögulínur tímabilsins og þær eru: 5. Sveiflur. Sjaldan eða aldrei höfum við séð jafn mikinn mun á milli spá sérfræðinga og loka niðurstöðu í deildinni. 4. Umgjörðin. Umgjörðin í úrslitakeppninni var rosaleg! En hvernig teygjum við þessa gleði og þessa stemmingu inn í tímabilið. 3. Þjálfarar/Njarðvík. Það voru ótrúlega margar frábærir þjálfarar á þessu tímabili, þar má segja að sveiflurnar á milli spá sérfræðinga og að loka niðurstöðu hafi Benedikt Guðmundsson troðið sokkum og náði frábærum árangri í Njarðvík. 2. Kiddi Páls og Valur. Kristinn Pálsson kom heim fyrir tímabilið og sýndi svo sannarlega hvað hann er góður. Frábært tímabil hjá Kidda og Val! 1. GRINDAVÍK! Númer eitt kom ekkert annað til greina Grindavík. Það er ekki nokkur leið fyrir utanaðkomandi að setja sig í spor þessa fólks. Byrjuðu snemma að setja saman frábært lið, koma Kane til landsins, erfið byrjun, rýming, Smárinn, frábært run og svo ein stærsta úrslitakeppni sem maður hefur orðið vitni af. Ingibergur formaður Grindavíkur kom til okkar og fór aðeins yfir hugarheim Grindvíkinga og framtíðar áform.
More Episodes
Endalínan mættu á Tobbastaði á síðasta degi fyrir landsleikjahlé. Áhugaverð úrslit í leikjum umferðarinnar og verður gaman að sjá framhaldið eftir hléið. Endalínan eins og alltaf í samstarfi við Brons, Soho og Viking Lite.
Published 11/15/24
Published 11/15/24
Endalínan mætt, Gunni mættur, Örvar mættur. Njótið.
Published 11/09/24