Description
Í þessum þætti fáum við Gerði Huld sem kennd er við Blush í mjög skemmtilegt spjall.
Gerður er sannkallaður frumkvöðull á sínu sviði. Hún stofnaði fyrirtækið sitt Blush árið 2011 þegar hún var aðeins 21 árs gömul. Á þessum tólf árum hefur Gerði með hugrekki og ástríðu að vopni, tekist að breyta viðhorfi fólks og ásýnd til kynlífstækja. Við veltum því fyrir okkur hvort það sé mögulegt að gera slíkt hið sama í tengslum við fjármál.
Við förum einnig yfir markmiðasetningu, fjármálaheilsu, skuldlausan lífstíl og Gerður deilir góðum ráðum í tengslum við persónuleg fjármál ásamt svo mörgu öðru!
Þátturinn er í boði:
Íslandsbanki - þægileg leið til að eiga hlutabréfaviðskipti í appi Íslandsbanka.
Te&kaffi - við fáum okkar allra bestu hugmyndir yfir góðum kaffibolla á þar, þægilegt umhverfi til að taka gott vinnusession.
Meira af Fortuna Invest á Instagram, Linkedin og bókin okkar.
Í þessum þætti fáum við Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur til okkar í spjall. Hún er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, hún tók við því starfi árið 2021 en hún starfaði áður hjá Landsbankanum frá árinu 2010 þar sem hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar.
Hún er einn stofnaðila...
Published 11/23/23
Í þessum þætti fáum við Jón Guðna Ómarsson sem tók nýlega við sem bankastjóri Íslandsbanka og fékk ekki langan umhugsunartíma þegar honum var boðið að taka við starfinu. Jón Guðni, eða Nonni eins og hann er stundum kallaður, er menntaður fjármálaverkfræðingur frá Georgia Institute of Technology....
Published 11/17/23