#44 - Ásgeir Örn og Gunni Magg: Vinnum til verðlauna á næstu árum
Listen now
Description
Handboltagoðsagnirnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Gunnar Magnússon spáðu í spilin fyrir komandi Evrópumót sem hefst í Þýskalandi í dag. Ásgeir Örn lék 247 A-landsleiki og vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikum og bronsverðlauna á EM með liðinu en hann stýrir Haukum í dag. Gunnar var aðstoðarþjálfari liðsins sem vann til silfur- og bronsverðlauna, ásamt því að hafa stýrt liðinu sjálfur á síðasta ári en hann er þjálfari Aftureldingar í dag.
More Episodes
Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals í Bestu deildinni, fór yfir viðskilnaðinn við Val, gerði upp frammistöðu íslenska landsliðsins í nýliðnum landsleikjaglugga og spáði í spilin fyrir lokaumferðir Íslandsmótsins ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finnssyni.
Published 10/18/24
Published 10/18/24
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, og Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, hituðu upp fyrir úrslitaleik liðanna í Bestu deildinni í fótbolta sem fram fer á Hlíðarenda á morgun. Þá ræddu þær einnig um enska boltann ásamt því að fara yfir helstu fréttir vikunnar.
Published 10/04/24