Martti Ahtisaari minnst og stríð Hamas og Ísraels
Listen now
Description
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, sem lést fyrr í vikunni. Ahtisaari hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008 fyrir áratuga starf í mörgum heimshlutum þar sem hann reyndi að setja niður deilur og sætta stríðandi fylkingar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og forsetaframbjóðandi, sagði um Ahtisaari: Heimurinn hefur hugsanlega aldrei þurft eins mikið á manni eins og honum að halda. Ahtisaari vann meðal annars að friði á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Hann gagnrýndi stærstu ríki heims og hvernig þau beittu sér í deilunni þar sem hugur fylgdi ekki máli. Hann sagði að friður væri spurning um vilja. Allar deilur væri hægt að leysa. Það virðist ekki mikill friðarvilji fyrir botni Miðjarðarhafs þessa stundina. Eftir skelfilega hermdarverkaárás Hamas á Ísrael og þau hryllilegu grimmdarverk sem þá voru framin hefur herafli Ísraels ráðist af mikilli hörku gegn Gasa-svæðinu þar sem á þriðju milljón Palestínumanna býr á svæði sem er á stærð við höfuðborgarsvæðið. Síðasta voðaverkið var árás á Al Ahli Arab Babtista-sjúkrahúsið á norðurhluta Gasa þar sem allt að 500 manns biðu bana. Ísraelsstjórn og Hamas kenna hvorir öðrum um. Ómögulegt virðist að slá föstu hver ber ábyrgð en ólíklegt virðist að þetta hafi verið viljaverk
More Episodes
Published 06/13/24