Bitcoin nálgast $100.000. Ætlar ríkissjóður Bandaríkjanna að kaupa 1.000.000 BTC næstu 5 ár? Með Birni Harðarsyni
Description
Atburðarás í heimi rafmynta hefur verið vægast sagt svakaleg undanfarna daga og nú er útlit fyrir að ríki heimsins þurfi að taka afstöðu til þess hvort þau ætli að hafa Bitcoin sem hluta af varaforða sínum. Með fullnaðarsigri Repúblikana yfir báðum deildum þingsins velta margir því fyrir sér hvort frumvarp öldungardeildarþingmannsins Cynthia Lummis þess efnis nái fram að ganga. Kjartan og Björn brjóta þetta viðfangsefni til mergjar í þessum þætti.
Í þessum þætti fjallar Björn Harðarson um þýðingu og áhrif forsetakosninganna í Bandaríkjunum á Bitcoin og aðrar rafmyntir. Einnig fjallar Björn um undanfarnar hreyfingar á gengi Ethereum og ber það saman við Solana. Þetta og margt fleira í þessum þætti af Hlaðvarpi Myntkaupa.
Published 11/08/24