#6 Ólafsfjörður - Eyþór Eyjólfsson og styrjueldið
Listen now
Description
Á leið okkar um landið er næsti áfangastaður Ólafsfjörður. Við ökum gegnum Héðinsfjarðargöngin eftir stutt stopp á Siglufirði og beint niður á kajann. Þar tekur á móti okkur Eyþór Eyjólfsson sem fyrir margt löngu festi kaup á innstu jörðinni í Ólafsfirði – Bakka. Hann býður okkur inn fyrir dyrnar á húsi sem lengst af hýsti saltfiskverkun á staðnum en hefur nú skipt um hlutverk og búning, að minnsta kosti þegar kemur að innra byrðinu. Í bláum kerjum svamlar fiskafjöld og á komandi árum hyggst Eyþór framleiða, með aðstoð þessara sérstæðu dýra, einhverja verðmætustu afurð sem sköpuð hefur verið í íslensku samfélagi. Kílóverðið er svimandi hátt. Ekki er það gull eða ál, heldur kavíar sem sífellt fleira fólk er sólgið í og virðist reiðubúið að reiða fram ótrúlegar fjárhæðir til að höndum yfir.
More Episodes
Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands er síðasti, en alls ekki sísti, gestur Hringferðar Morgunblaðsins sem farið var í af tilefni af 110 ára afmæli blaðsins. Morgunblaðið fagnar 111 ára afmæli í dag. Andrés Magnússon og Marta María Winkel Jónasdóttir settust niður með Guðna á Hótel...
Published 11/02/24
Published 11/02/24
Ferðaþjónusta hefur tekið við af mjólkurframleiðslu á stórbýlinu Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Þar er minningu hinna mögnuðu landpósta einnig gert hátt undir höfði.
Published 10/26/24