Fyrstu Íslandsvinirnir
Listen now
Description
Stundum er gestsaugað glöggt og í gegnum tíðina höfum við bæði elskað og hatað að lesa lýsingar erlendra gesta á landi og þjóð. Fátt gleður okkur og móðgar okkur jafn mikið og það sem sá mikilvægi hópur hefur að segja um okkur. Við skoðum nokkra af breskum fyrirmönnum sem komu hingað á 18. og 19. öld og höfðu skoðanir á lifnaðarháttum okkar og hvað það er sem helst hefur nýst nútíma sagnfræðingum af því efni sem  þeir skildu eftir sig.
More Episodes
Síðasti þátturinn í áttundu seríu fjallar um fjárglæframanninn, spilafíkilinn, skipstjórann, landkönnuðinn, fangann, landnemann, löggæslumanninn, túlkinn, njósnarann, umbótamanninn, kaupmanninn og síðast en ekki sísts, æðsta ráðamann Íslands, Jörgen Jörgensen! Þótt aldrei hefði hann reyndar...
Published 05/02/24
Published 05/02/24
Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. Enn áhugaverðara er hvernig hún hefur verið notuð til...
Published 04/26/24