Bróðurmorð
Listen now
Description
Ósvífna Anna reynir að stela þætti dagsins með tali um Disneymyndir, áramótaskaup og Eyjólf bróður sinn! Þegar ég loksins kemst að, segi ég ykkur frá Eyjólfi sem var myrtur í Reykjavík, árið 1913. Ekki bróðir Önnu samt, hann var hvorki fæddur, né myrtur á þessum tíma og er að ég held enn á lífi. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda íbúar smábæjarins Reykjavíkur ekki vanir morðmálum. Æsifréttasnepillinn Morgunblaðið kemur líka sterkt inn sem sögupersóna í þessu máli.
More Episodes
Síðasti þátturinn í áttundu seríu fjallar um fjárglæframanninn, spilafíkilinn, skipstjórann, landkönnuðinn, fangann, landnemann, löggæslumanninn, túlkinn, njósnarann, umbótamanninn, kaupmanninn og síðast en ekki sísts, æðsta ráðamann Íslands, Jörgen Jörgensen! Þótt aldrei hefði hann reyndar...
Published 05/02/24
Published 05/02/24
Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. Enn áhugaverðara er hvernig hún hefur verið notuð til...
Published 04/26/24