Guðmundur góði
Listen now
Description
Hver kannast ekki við Gvendarbrunna hér og þar um landið? Þeir eru tilkomnir vegna blessunar Guðmundar Arasonar Hólabiskups, oftast kallaður Guðmundur góði. Hann spígsporaði um landið með staf og stólu og blessaði vatnsból, vegi og björg, með hundruði förukvenna og fátæklinga í eftirdragi. Hann var furðufugl, meinlætamaður sem sennilega hefði aldrei átt að komast í stjórnunarstöðu og var jafnvel kennt um að hafa tapað sjálfstæðinu fyrir Íslands hönd. Hann lenti í deilum við mann og annan og jók enn á þá risastóru karlasápuóperu sem Sturlungaöldin var.
More Episodes
Síðasti þátturinn í áttundu seríu fjallar um fjárglæframanninn, spilafíkilinn, skipstjórann, landkönnuðinn, fangann, landnemann, löggæslumanninn, túlkinn, njósnarann, umbótamanninn, kaupmanninn og síðast en ekki sísts, æðsta ráðamann Íslands, Jörgen Jörgensen! Þótt aldrei hefði hann reyndar...
Published 05/02/24
Published 05/02/24
Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. Enn áhugaverðara er hvernig hún hefur verið notuð til...
Published 04/26/24