Ókindin
Listen now
Description
Síðasti þátturinn í 7.þáttaröð fjallar um ógeðfelldar íslenskar barnagælur! Við Anna fengum liðsauka frá Gunnhildi Völu til að flytja nokkrar vel valdar vísur sem áður hrelldu börn og kannski fullorðna. Helstu persónur og leikendur sem hægt er að nefna eru krummi, boli, Grýla og Leppalúði. Þátturinn var tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði og styrktur af Menningarsjóði Borgarbyggðar. Það er vel við hæfi að stundum heyrist í prúðu ungbarni sem var sem betur fór ekki nógu gamalt til að átta sig á umfjöllunarefninu.
More Episodes
Síðasti þátturinn í áttundu seríu fjallar um fjárglæframanninn, spilafíkilinn, skipstjórann, landkönnuðinn, fangann, landnemann, löggæslumanninn, túlkinn, njósnarann, umbótamanninn, kaupmanninn og síðast en ekki sísts, æðsta ráðamann Íslands, Jörgen Jörgensen! Þótt aldrei hefði hann reyndar...
Published 05/02/24
Published 05/02/24
Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. Enn áhugaverðara er hvernig hún hefur verið notuð til...
Published 04/26/24