Lögheimili drauga
Listen now
Description
Velkomin í áttundu Myrku seríuna! Við byrjum á þætti sem var tekinn upp fyrir framan áhorfendur á Bara Fest, haustið 2023. Þess vegna er hljóðið ekki sem allra best en við vonum að fólk láti það ekki stoppa sig í að velta vöngum yfir búsetusvæðum drauga og hvort, og þá hvaða reglur gilda um lögheimili þeirra. Við komumst að því að partý getur verið svo gott að húsið fer af þakinu, læknis og lyfjaþjónusta var mun betri á Íslandi á 19.öld en núna, og að aldrei, undir nokkrum kringumstæðum skyldi karlmaður elta konu á röndum. Hvorki lifandi né dauða!
More Episodes
Síðasti þátturinn í áttundu seríu fjallar um fjárglæframanninn, spilafíkilinn, skipstjórann, landkönnuðinn, fangann, landnemann, löggæslumanninn, túlkinn, njósnarann, umbótamanninn, kaupmanninn og síðast en ekki sísts, æðsta ráðamann Íslands, Jörgen Jörgensen! Þótt aldrei hefði hann reyndar...
Published 05/02/24
Published 05/02/24
Förum nánast til upphafs Íslandssögunnar að þessu sinni og kynnumst hinni víðförlu konu Guðríði Þorbjarnardóttur sem samkvæmt sögum ferðaðist um allan hinn þekkta heim víkingatímans; frá Vesturheimi til Rómar. Sem er áhugavert út af fyrir sig. Enn áhugaverðara er hvernig hún hefur verið notuð til...
Published 04/26/24