Description
Gestur þáttarins er Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Teatime. Ýmir er einn stofnenda Teatime, en hann var jafnframt einn lykilstarfsmanna hjá Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp spurningaleikinn sem náði til meira en 100 milljón notenda. Ýmir starfaði áður hjá Deloitte um árabil í rekstrarráðgjöf í sjávarútvegi eftir skemmtilega og lærdómsríka reynslu af rekstri frystihúss vestur á fjörðum með félaga sínum.
Það dylst engum að hér er á ferðinni ákaflega jákvæður, þrautseigur og lífsglaður maður sem er óhræddur við að hoppa á tækifærin þegar þau bjóðast. Ýmir er jafnframt afar handlaginn og þegar hann er ekki að sinna vinnu eða stækkandi fjölskyldu, og þegar hann er með báðar hendur í lagi, þá fer hann út í bílskúr og smíðar eins og enginn sé morgundagurinn.
Gestur þáttarins er Sigríður Heimisdóttir, vöruhönnuður. Sigga hefur lengst af starfað hjá Ikea í Svíþjóð, fyrst sem vöruhönnuður, svo þróunarstjóri smávöru og síðar verkefnastjóri sértækra nýþróunarverkefna. Einnig var hún verkefnastjóri yfir öllu samstarfi við hönnunar og nýsköpunarstofnanir á...
Published 05/20/20
Gestur þáttarins er Jóhann Skagfjörð Magnússon, (aðstoðar)skólastjóri Garðaskóla. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann starfað hjá Garðaskóla, bæði sem deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri, en tekur við hlutverki skólastjóra 1.ágúst nk. Hann hefur margra ára reynslu af stjórnun í grunnskólum og hefur...
Published 05/01/20