Elvis Costello á línunni
Listen now
Description
Elvis Costello spilar í Eldborg eftir sléttar tvær vikur. Hann kemur með píanóleikaranum Steve Nieve sem er búinn að spila með honum síðan 1977, og Nick Lowe sem stjórnaði upptökum á fyrstu plötunum hans og samdi lagið What?s so funny about Peace, Love and understanding sem er eitt af þekktustu lögum sem Elvis hefur sungið. Ég spjallaði við Elvis á Zoom á dögunum og hann var mjög skemmtilegur. Hann var heima hjá sér í New York og ég heima á Akranesi. Við heyrum það viðtal í Rokklandi í dag auk þess sem við skoðum sögu hans í stórum dráttum og spilum lögin hans, en af þeim á hann nóg. Elvis hélt tónleika 10 kvöld í röð í leikhúsi í New York í febrúar. Hann lagði upp með að spila 100 mismunandi lög þessi 10 kvöld, en hann spilaði 239 mismunandi lög 250 lög í það heila. Elvis hefur samið lög með Paul McCartney, hann og Burt Bacharach sömdu saman heila frábæra plötu 1998. Hann hefur líka gert plötur með Brodsky kvartettinum, Anne Sofie Von Otter, Roots og Bill Frisell svo eitthvað sé nefnt. Elvis Costello heitir ekki Elvis, heldur Declan og hann ólst upp í Birkenhead við Mersey ána - rétt hjá Liverpool. Elvis er einn af þessum stóru og ég lofa skemmtilegum þætti.
More Episodes
Published 10/27/24