Hlaðvarp | Kjartan Þórisson um Noona, frumkvöðlalífið, gervigreind, paradís, heimsendi og geimverur
Listen now
Description
Það er andi í Kjartani Þórissyni, sem er á meðal fremstu frumkvöðla sinnar kynslóðar í íslensku atvinnulífi. Hann er aðeins tuttugu og átta ára gamall en er framkvæmdastjóri og stofnandi Noona, fyrirtækis með viðskiptavini í yfir tuttugu löndum og samtals vel á fimmta tug starfsmanna. Í þættinum er farið um afar víðan völl, allt frá umræðum um heimsmál og gervigreind til spádóma um annaðhvort heimsendi eða paradís á jörðu. Hlaðvarpsviðtöl Snorra Mássonar ritstjóra eru unnin í samstarfi við vefverslunina www.sante.is. 
More Episodes
Í fréttum vikunnar er farið yfir áhrif misheppnaðra inngripa ríkisvalds í markaði, Landsbankann á TikTok en fyrst og fremst er farið vítt og breitt um sviðið í kosningabáráttunni. Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi kemur að borðinu með verðugar pælingar. Fréttir vikunnar eru í samstarfi við...
Published 05/31/24
Published 05/31/24
Í fréttum vikunnar er rætt við engan annan en Hilmar Veigar Pétursson frumkvöðul og forstjóra CCP, sem stendur þessa dagana í ströngu við að koma út glænýjum tölvuleik. Í viðtalinu er rætt um þjóðríkið sem fyrirbæri, framtíð gjaldmiðla í stafræna heiminum, verðmæt störf á Íslandi, foreldra í...
Published 05/24/24