Description
Þátturinn er í boði Quest Portal og Malbygg
Eins og strengd voru heit um, þá fylgir hér umfjöllun um spilakvöld okkar þar sem tekist var á við spilið "Fiasco", spunaspil án stjórnenda - með íslensku ívafi.
Fiasco er spunaspil þar sem hópurinn sameinast um að vefja saman sögu útfrá vissum atriðum, og við tókum okkur til og sköpuðum ískaldan íslenskan veruleika til að smíða okkar ævintýri. Förum við í glæfraferð í Kaffiskálann við Hellisheiði? Eða munu skuggaleg viðskipti eiga sér stað í Eþíópíska staðnum á Flúðum? Verða sifjaspell? Koma kannski misgáfulegir glæponar við sögu?
Eða endar þetta kannski alltsaman í furðulegu swing-partýi í Flatey í Breiðafirði þar sem metnaðarfull grasræktun fer algerlega úrskeiðis svo þýska mafían neyðist til að skerast í leikinn?
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
– Mættir eru: Bjarni, Hjörtur, Lúlli og Tryggvi
– Tónlist: Snilloc's Snowball Swarm
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor