Description
Sunnudagurinn 12. nóvember
Grindavík, Gaza, stríð og ógnir
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum í þætti sínum Synir Egils, og fá fyrst fólk á flótta frá eldsumbrotum í Grindavík: Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari og björgunarsveitarmaður, Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni, Páll Erlingsson kennari og fyrrum formaður Gólfklúbbsins og Petra Rós Ólafsdóttir skrifstofustjóri, stjórnarkona knattspyrnudeildarinnar og slysavarnarkona. Síðan ræða þeir helstu fréttir og pólitík við Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna, Guðmund Hálfdanarson sagnfræðiprófessor og Jódísi Skúladóttur þingkonu. Þá draga þeir saman stöðuna í pólitíkinni en fá í lokin Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing til að segja okkur frá ógnunum frá landinu og hverju það breytir að við getum núna mælt hreyfingu kviku á miklu dýpi.
Sunnudagurinn 17. nóvember:
Synir Egils: Pólitík, kosningar, öryggismál
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Rakel Þorbergsdóttir samskiptastjóri og fyrrverandi fréttastjóri, Róbert...
Published 11/17/24
Sunnudagurinn 10. nóvember:
Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan blaðamaður, Alma Mjöll Ólafsdóttir...
Published 11/10/24