5. Brenninetluvín og yfirdráttarheimild
Listen now
Description
Fimmti þáttur Trivíaleikanna, í þessum frábæra þætti mættu fjórir reyndir keppendur til leiks í hið goðsagnakennda stúdíó 9A. Arnór Steinn og Ingi tókust á við Magnús og Jón Hlífar í títanískum vitsmunaslag þar sem ekkert var til sparað. Hvaða ríki Bandaríkjanna liggur landfræðilega næst Afríku? Hvaða íslenska jurt gefur Brennivíni sitt sérstaka bragð? Hvað kallast skaginn sem liggur milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa? Á hvaða tölustaf hefjast öll VISA kreditkortanúmer? Á hvaða setningu hefst hið vinsæla lag Togga Þú komst við Hjartað í mér? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
More Episodes
Þrítugasti og áttundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mætti stórgott lið Jóns Hlífars og Kristjáns sterku liði Arnórs Steins og Inga í Stúdíó Sánu. Ekki missa af þessari rjúkandi heitu skemmtun af hlaðvarpsþætti, komdu þér fyrir, ýttu á play og njóttu vel. Hvaða land sem liggur ekki að sjó...
Published 11/05/24
Þrítugasti og sjöundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni hefur lukkudýr hlaðvarpsins snúið aftur í framhaldsþætti sem allir hafa beðið eftir! Marín Eydal og Arnór Steinn tókust á við sterkt lið Ástrósar Hindar og Kristjáns í gígantískum vitsmunaslag í hinu gamla og góða stúdíói 9A. Hvert er...
Published 10/02/24
Published 10/02/24