12. Potterleikarnir (þemaþáttur)
Listen now
Description
Tólfti þáttur Trivíaleikanna sem og allra fyrsti þemaþátturinn en þemaþættir eru eins konar bónusþættir fyrir hlustendur þar sem tekið er fyrir eitthvað eitt þema og allar spurningar þáttarins eru úr því efni. Að þessu sinni var þemað Harry Potter heimurinn en fengnir voru fjórir Potter-sérfræðingar til að keppa sín á milli. Lið Heiðdísar Maríu og Inga eða Heiðingi líkt og það hefur verið kallað tók á móti liði Stefáns Geirs og Sólveigar í títanískum slag ófyrirgefanlegra bölvana og galdra. Af hvaða drekategund var drekinn sem varði bankahvelfingar Gringotts í sjöundu bókinni? Hvort eru fleiri nemendur úr heimavistum Ravenclaw eða Hufflepuff í Dumbledore's Army? Hvaða persóna Harry Potter bókanna ber sama nafn og ítalska heitið á einum af borgum Ítalíu? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
More Episodes
Þrítugasti og áttundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mætti stórgott lið Jóns Hlífars og Kristjáns sterku liði Arnórs Steins og Inga í Stúdíó Sánu. Ekki missa af þessari rjúkandi heitu skemmtun af hlaðvarpsþætti, komdu þér fyrir, ýttu á play og njóttu vel. Hvaða land sem liggur ekki að sjó...
Published 11/05/24
Þrítugasti og sjöundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni hefur lukkudýr hlaðvarpsins snúið aftur í framhaldsþætti sem allir hafa beðið eftir! Marín Eydal og Arnór Steinn tókust á við sterkt lið Ástrósar Hindar og Kristjáns í gígantískum vitsmunaslag í hinu gamla og góða stúdíói 9A. Hvert er...
Published 10/02/24
Published 10/02/24