22. Tölvuleikarnir (þemaþáttur)
Description
Tuttugasti og annar þáttur Trivíaleikanna sem og annar þemaþátturinn í sögu hlaðvarpsins. Að þessu sinni var þemað tölvuleikir sem þýðir að allar spurningar þáttarins snúast um tölvuleikjasenuna en í þáttinn mættu tveir fyrrum keppendur Arnór Steinn og Marín Eydal en einnig Óli Jóels og Daníel Rósinkrans frá Gametíví. Hvort er Dartrix pokémon eða stinningarlyf? Hvaða svindlkóða notuðu spilarar til að fá pening í upprunalega Sims leiknum? Hve mörg rauð ljós blikkuðu í hinu hrikalega Red Ring of Death sem Xbox eigendur óttuðust meira en allt? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Keppendur: Marín Eydal, Arnór Steinn, Óli Jóels og Daníel Rósinkrans.
Þrítugasti og áttundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mætti stórgott lið Jóns Hlífars og Kristjáns sterku liði Arnórs Steins og Inga í Stúdíó Sánu. Ekki missa af þessari rjúkandi heitu skemmtun af hlaðvarpsþætti, komdu þér fyrir, ýttu á play og njóttu vel. Hvaða land sem liggur ekki að sjó...
Published 11/05/24
Þrítugasti og sjöundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni hefur lukkudýr hlaðvarpsins snúið aftur í framhaldsþætti sem allir hafa beðið eftir! Marín Eydal og Arnór Steinn tókust á við sterkt lið Ástrósar Hindar og Kristjáns í gígantískum vitsmunaslag í hinu gamla og góða stúdíói 9A. Hvert er...
Published 10/02/24