#4 Sigurvin Ólafs
Listen now
Description
Fjórði gestur í fyrstu seríu er Sigurvin Ólafsson. Lögfræðingur úr Vestmannaeyjum sem er fyrst og fremst fótboltamaður. Sigurvin er óumdeildur. Hann er hvers manns hugljúfi. Einn af góðu gæjunum. Þessi þáttur gæti orðið námsefni í skólum landins - "ekki vera fáviti". Við þökkum Nettó, Netgíró og Lengjunni fyrir samstarfið. September er gulur mánuður. Það er alltaf von. Kæru vinir, njótið!
More Episodes
Gestur vikunnar er Íslandsmeistari í fótbolta 2024. Nik Chamberlain kemur frá Englandi, lærði í Alabama og tengdist Íslandi þar í gegnum m.a. Sigga Sör, Kára Ársæls og Hjört Hjartar! Hann kom til Íslands og spilaði á Álftanesi, hjá ÍH (rósir eru rauðar, fjöllin eru blá, hverjir eru bestir - ÍH)...
Published 11/18/24
Published 11/18/24
Gestur vikunnar er mjög áhugaverður náungi. Hann æfði eiginlega ekki fótbolta í 3 og 4 flokki því það var ekki lið í Garðinum, þaðan sem Jóhann Birnir kemur. Elton John keypti hann til Watford og þar spilaði hann undir goðsögninni Graham Taylor. Jóhann spilaði svo i Englandi, Noregi og í Svíþjóð...
Published 11/09/24