Description
Það er komið að fyrstu viðhafnarútgáfu Tveggja Turna Tals þar sem Åge Hareide bauð okkur heimsókn.
Við þáðum boðið og fyrstu skipafréttirnirnar í Tveggja Turna Tali áttu sér stað. Við ræddum þjálfun, hugarfar Íslenska landsliðsins, umferðarteppu á leiðinni á Wembley og vináttu okkar manns við Harald Noregskonung!
Við þökkum okkar bestu mönnum í Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport, Tékkneskum Budvar og að sjálfsögðu Eyjó í Hafinu fiskverslun fyrir samstarfið. Nú þurfum við að fara að halda Julefrukost!
Njótið!
Gestur vikunnar er Íslandsmeistari í fótbolta 2024. Nik Chamberlain kemur frá Englandi, lærði í Alabama og tengdist Íslandi þar í gegnum
m.a. Sigga Sör, Kára Ársæls og Hjört Hjartar!
Hann kom til Íslands og spilaði á Álftanesi, hjá ÍH (rósir eru rauðar, fjöllin eru blá, hverjir eru bestir - ÍH)...
Published 11/18/24
Gestur vikunnar er mjög áhugaverður náungi. Hann æfði eiginlega ekki fótbolta í 3 og 4 flokki því það var ekki lið í Garðinum, þaðan sem Jóhann Birnir kemur. Elton John keypti hann til Watford og þar spilaði hann undir goðsögninni Graham Taylor. Jóhann spilaði svo i Englandi, Noregi og í Svíþjóð...
Published 11/09/24