Description
Gestur vikunnar er nýráðinn þjálfari Fylkis, Árni Freyr Guðnason.
Árni er alinn upp í Hafnafirði. Hann spilaði upp yngri flokka FH en hans bestu ár sem leikmaður komu í Breiðholtinu sem leikmaður ÍR.
Ásamt því að spila þá þjálfaði hann yngri flokka FH en hann hefur einnig þjálfað kvennalið FH og verið yfirþjálfari yngri flokka í Kaplakrika.
Árni Freyr tók við ÍR þegar félagið var í vandræðum í 2.deildinni í Júní 2022 en skilur við liðið í 1.deild sem eitt af liðum ársins í Íslenskum fótbolta.
Við Árni Freyr ræddum fótboltaþjálfun, golf, tónlist og dramatíkina vegna félagsskipta hans til Fylkis.
Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró, Fitness Sport, Tékkanum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið og hlökkum til framhaldsins.
Það Er Alltaf Von - Njótið!
Gestur vikunnar er Íslandsmeistari í fótbolta 2024. Nik Chamberlain kemur frá Englandi, lærði í Alabama og tengdist Íslandi þar í gegnum
m.a. Sigga Sör, Kára Ársæls og Hjört Hjartar!
Hann kom til Íslands og spilaði á Álftanesi, hjá ÍH (rósir eru rauðar, fjöllin eru blá, hverjir eru bestir - ÍH)...
Published 11/18/24
Gestur vikunnar er mjög áhugaverður náungi. Hann æfði eiginlega ekki fótbolta í 3 og 4 flokki því það var ekki lið í Garðinum, þaðan sem Jóhann Birnir kemur. Elton John keypti hann til Watford og þar spilaði hann undir goðsögninni Graham Taylor. Jóhann spilaði svo i Englandi, Noregi og í Svíþjóð...
Published 11/09/24