Tvígrip karfan kortlögð 10. þáttur
Description
Í tíunda þætti Tvígrip karfan kortlögð EINN LANGUR FYRIR SUMARFRÍ
Konstantinos "Kostas" Tsartsaris grikkinn úr Grindavík í viðtali, lyfjamál í körfuboltanum, útlendingar koma og fara eins og venjulega nema núna voru óvenju margir. Tómas Tómasson fór yfir þau mál með okkur. Falur Harðarsson fór yfir ferilinn sinn, hann sagði okkur frá því hvernig það kom til að spila körfubolta fyrir kirkjuna sína í USA. Friðrik Ingi Rúnarsson mætti einnig í viðtal til okkar og fór yfir sinn feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Grindvíkingar reka sinn dáðasta son og fullt af allskonar í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí í 10. Þætti af Tvígrip - Karfan kortlögð í boði: Bílasölu Reykjaness, Reykjanes Optikk, Litla Brugghúsið, Toyota verkstæði, vinleit.is og 1966 ehf.
Samstarf með Endalínan podcast
Samstarf með karfan.is þar sem lykill.is. Subway, Kristall og lengjan.is eru stuðningsaðilar karfan.is
Í 9. Þætti af Tvígrip
17 ára Grikki mætir í Grindavík, KR-ingar í brasi, dómarar vildu fá meira borgað. Skagamenn koma á óvart í úrslitakeppninni, Hrannar Hólm á línunni frá Köben ásamt Hermanni Hauks sem hélt í atvinnumennskuna. Grindvíkingar ráku sinn besta mann og við heyrum í Örvari...
Published 04/29/24
Í áttunda þætti Tvígrip karfan kortlögð EINN LANGUR PÁSKA-ÞÁTTUR
Starfsmenn Tvígrips gerðust heimsborgarar og hrigndu til USA og töluðu við Damon Johnson um tímann sinn á Íslandi. Breytt fyrirkomulag á Íslandsmótinu, ný keppni og nýr formaður KKÍ. Gaui þorsteins fór yfir körfuboltann fyrir...
Published 03/25/24