Episodes
Fjölgun í Út að hlaupa fjölskyldunni, uppgjör síðustu hlaupa, skýrsla frá Halldóru Huld ásamt allskonar hugleiðingum. Mælum með því að hlusta! 
Published 05/14/24
Þá er komið að úthringiþættinum mikla. Við fáum skýrslu frá Snorra Björns og Ósk Gunnars, hlaupasögu og brautarlýsingu frá Sigurjóni Erni og alvöru ævintýrafrásögn frá Stebba Páls alla leið úr Frönsku ölpunum. Síðustu hlaup voru að sjálfsögðu gerð upp og hlauparar vikunnar valdir! 
Published 05/07/24
Í þættinum í dag voru hlaup síðustu daga gerð upp. Við fengum skýrsla frá Kára Steini úr Vormaraþoninu, fórum yfir komandi hlaup og ræddum um daginn og veginn, aðallega hlaupaveginn! 
Published 05/01/24
Í þættinum í dag verður farið yfir víðan völl, við ræðum við Arnar Pétursson um hvað framundan sé hjá þeim mikla kappa, slóum á þráðinn til Kalmars Kristins sem virðist vera búinn að finna réttu formúluna fyrir Bakgarðinn ásamt því að gera upp allskonar hlaup og hita upp fyrir önnur!  
Published 04/23/24
Það er margt og mikið sem dregið var upp úr pokahorninu í dag. Hundar sem hlaupafélagar, Gummi Kri að detta úr formi, pælingahornið, hlaupauppgjör og svo mætti lengi telja! 
Published 04/16/24
Allskonar eyrnakonfekt á boðstólum í dag. Aprílgabb, hugleiðingar varðandi andlegu hliðina í hlaupum, Barkley marathons, símtal til austur Evrópu og margt fleira! 
Published 04/06/24
Vorjafndægur, verknám og vandað hlaupaspjall var á boðstólum í dag. Hlaupauppgjör síðustu keppna, tónlist á hlaupum, símtal frá dyggum hlust-Ara þáttarins og margt fleira! 
Published 03/21/24
Farið var yfir allt frá veðri og vindum til úrslita síðustu hlaupa ásamt frábærum fróðleik um leiðarval fyrir æfingar vorsins! 
Published 03/08/24
Við fórum um víðan völl í dag, umræðan var allt frá kvíðakasti yfir í lyfjanotkun. Gerðum upp Bose hlaupið og hituðum upp fyrir vorið sem er í vændum! 
Published 02/24/24
MÍ krifjað, fjálsíþróttasenan og spretthlaup er á boðstólum hjá okkur langhlaupurunum í dag. Stórskemmtilegt viðtal við hraðasta mann landsins Kolbein Höð Gunnarsson!  
Published 02/21/24
Allt frá hlaupum á braut í snjómoð í fjöllunum ásamt allskonar í viðbót! 
Published 02/12/24
Við erum komnir í vorfíling, enda kominn febrúar. Í þættinum ræðum við landsliðsverkefnið í Frakklandi, ITRA og margt fleira. Góðir gestir slá á þráðinn og við hlaupum hressir inn í helgina! 
Published 02/02/24
Annað season komið af stað hjá okkur í Út að hlaupa. 
Published 01/17/24
Þriðji þáttur af jóladagatalinu kominn út, Gleðileg jól!
Published 12/23/23
Viðtal við ofurkonuna Írisi Önnu Skúladóttur þar sem hún fer yfir hlaupaferilinn, fjölskyldulífið og margt fleira. Loksins náðum við að setjast saman fyrir framan hljóðnemana. Vonandi finnst ykkur jafn gaman og okkur að hlusta á Írisi Önnu! 
Published 12/21/23
Jólastemningin heldur áfram hjá Út að hlaupa bræðrum, að þessu sinni var það Thelma Björk Einarsdóttir sem spjallaði við okkur! 
Published 12/20/23
Nú eru jólasveinarnir komnir til byggða og Út að hlaupa strákarnir náðu að sjálfsögðu tali á þeim. Sá fyrsti er enginn annar en góðvinur þáttarins, Örvar Steingrímsson! 
Published 12/18/23
Í þættinum í dag verður Valencia maraþonið gert upp. Sagan verður á sínum stað, Strava liðurinn og allt þetta helsta. Hlustun gerir eyrunum gott! 
Published 12/11/23
Hlaupaspjall eins og það gerist best, nýr dagskrárliður, nóg af aulabröndurum og spjall við Tobba og Andreu! 
Published 11/27/23
Í þættinum er farið yfir síðustu hlaup, strava liðurinn er á sínum stað og síminn var að sjálfsögðu tekinn upp en allar línur voru rauðglóandi að vanda!
Published 11/10/23
Í þættinum ræða þeir út að hlaupa bræður það nýliðna, framhaldið og allt þar á milli er varðar hlaup! 
Published 10/28/23
Þriðji þáttur af liðnum Heimshornið þar sem við tökum viðtal við erlenda hlaupara. Þriðja viðtalið er við engan annan en síkáta Svíann, Petter Engdahl. Það þarf vart að kynna kappann en hann vann til að mynda CCC (100 km og 6000+ hæðarmetrar) árið 2022 sem er eitt sterkasta hlaup heims. 
Published 10/20/23
Afsakið langa pásu en hér er glóðvolgur þáttur af laufléttu hlaupaspjalli og vonandi stutt í þann næsta! 
Published 10/15/23
Út að hlaupa bræður stikla á stóru varðandi hlaupasumarið í sérstökum live þætti í Útilíf. Sérstakar þakkir fá þau sem mættu í salinn. Einhverntíman er allt fyrst!
Published 09/27/23
Glænýr þáttur kominn í loftið þar sem Wildstrubel ferðin til Sviss var gerð upp. Einnig fara strákarnir yfir styrktaræfingar með Gumma Kri hjá Elite þjálfun. 
Published 09/21/23