Description
Í þessum lokaþætti fjöllum við um þá umræðu sem varð um stöðu útihátíða í upphafi aldarinnar, skoðum uppgang bæjarhátíðanna og ræðum stöðu hátíða hérlendis og framtíð þeirra.
Viðmælendur í þættinum eru Einar Bárðarson, Birgitta Haukdal, Drífa Snædal, Bjarni Ólafur Guðmundsson, Björt Sigfinnsdóttir, og Bergur Ebbi Benediktsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þriðja þætti færum við okkur inn á síðasta áratug tuttugustu aldar og skoðum hvernig það kom til að útihátíðin flutti að mestu úr sveit inn í bæi landsins. Við heyrum af þekktum hátíðum eins og Eldborg 92 og Uxa 95 og fræðumst um upphaf Halló Akureyri.
Viðmælendur í þættinum eru Stefán...
Published 07/01/24
Í öðrum þætti tökum við fyrir blómatíma íslensku útihátíðanna sem haldnar voru í fögrum skógarrjóðrum fjarri þéttbýlinu um land allt um Verslunarmannahelgarnar á níunda áratug síðustu aldar. Stuðmenn og Ringó í Atlavík, Bindindismót í Galtalæk, risahátíðir í Húnaveri og stöðugt fjör á Þjóðhátíð. ...
Published 07/01/24