Episodes
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í dag! Þátturinn er tvískiptur. Í fyrri hálfleik var hann setur í hitaklefa með erfiðum almennum spurningum. Í seinni hálfleik fórum við í vitleysuna og spurðum Arnar hverju hann myndi vilji breyta við íþróttahreyfingu á Íslandi. Ætlar Arnar að fara í breytingar með KSÍ og reisa nýjan þjóðarleikvang?   
Published 05/24/24
Published 05/24/24
Götustrákar mættu og fóru yfir tímabilið í enska boltanum. Töluðu um hverjir væru líklegastir í forsetastólinn og gáfu reynslusögur úr veðmálaheimum. Alexander fór einnig yfir reglur og tips þegar kemur að því að leggja undir.
Published 05/20/24
Sett var upp spá fyrir Bestu deild kvenna! Rætt var fyrir um næstu leiki deildarinnar og íslenska kvennalandsliðið. Síðast en ekki síst var rýnt í hver ætti að hreppa forsetaembættið.
Published 05/12/24
Bestu deildar leikmennirnir Albert Hafsteins, Wöhlerinn og Alex Freyr mættu í settið og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni! Strákarnir spáðu svo fyrir um sigurvegara enska boltans og meistaradeildarinnar!
Published 05/06/24
Rætt var um líkurnar á hverjum frambjóðenda til að hreppa forsetaembættið. Strákarnir í settinu vissu þó nokkuð mikið um framboðin og hægt er að læra helling að hlusta á þá blaðra!
Published 04/30/24
Baddi Borgars þjálfari FC Árbæjar, Kiddi Hjartars þjálfari KÁ og Eysteinn Þorri leikmaður Augnabliks mættu í settið og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í neðri deildum. Alvöru sérfræðingar sem þekkja neðri deildirnar eins og handabakið á sér. Liðum var raðað í sæti í 2.deild og 3.deild og farið var létt yfir 4. og 5.deild.
Published 04/22/24
Matti Sig og Jón Eðvald mættu í settið og grenjuðu úr hlátri allan tímann. Þeir ræddu við Alexander um úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfuboltanum ásamt því að spá fyrir um hver endar sem sigurvegari í NBA. Þátturinn endar svo í spjalli um enska boltann og meistaradeildina.
Published 04/17/24
Kári Kristján Kristjánsson og Rúnar Kárason mættu í settið og spáðu í spilin fyrir úrslitakeppni Olís deildarinnar ásamt því að segja okkur frá huggulegustu mönnum deildarinnar! Ásamt því að ræða strákanna okkar í landsliðinu. Hver staðan væri á ensku deildinni og margt fleira. Þvílíka vitleysan!
Published 04/14/24
Masters byrjar í dag! Fáðu alvöru innsýn inn í mótið. Alexander veit ekkert um golf og gerir lítið úr kunnáttu sinni en Siggi og Ollie komu í settið og skóluðu hann til.
Published 04/10/24
Hvernig fer Besta deildin 2024? Liverpool spáð sigri í ensku og margt fleira þegar Snjallbert og Baldur Sig kíktu í settið!
Published 04/04/24