Episodes
Kvikmyndagerðarmaðurinn Arnar Freyr Tómasson stakk upp á skemmtilegri hugmynd og Hafsteinn var svo sannarlega til í hana. Í þættinum varpa strákarnir fram sínum eigin umdeildum fullyrðingum varðandi eitthvað sem tengist kvikmyndum eða sjónvarpsseríum. Þeir ræða meðal annars hvort Prisoners sé betri en Seven, hvort Stranger Things séu ofmetnustu þættir allra tíma, hvort þessi Nicolas Cage hype lest sé fáránleg, hvort Star Wars sökki og margt, margt fleira.
Published 11/20/24
Published 11/20/24
Það er komið að þætti númer 300! Hafsteinn byrjaði með Bíóblaður fyrir fjórum árum síðan og hefur á þeim tíma fengið til sín fjölbreyttan og skemmtilegan hóp af gestum. Sumir af þessum gestum hafa orðið að fastagestum og Hafsteinn ákvað að bjóða 14 slíkum í þennan tímamótaþátt. Gestunum var skipt upp í 5 þriggja manna hópa og fengu allir hóparnir sitt eigið umfjöllunarefni. Í þessum seinni hluta eru hóparnir ILLSKA (Kidda Svarfdal, Lovísa Lára og Jökull) og HASAR (Óli Bjarki,...
Published 11/13/24
Það er komið að þætti númer 300! Hafsteinn byrjaði með Bíóblaður fyrir fjórum árum síðan og hefur á þeim tíma fengið til sín fjölbreyttan og skemmtilegan hóp af gestum. Sumir af þessum gestum hafa orðið að fastagestum og Hafsteinn ákvað að bjóða 14 slíkum í þennan tímamótaþátt. Gestunum var skipt upp í 5 þriggja manna hópa og fengu allir hóparnir sitt eigið umfjöllunarefni. Í þessum fyrri hluta eru hóparnir DISNEY (Arnar Freyr og Egill Andri), SCI-FI (Kilo, Teitur Magnússon og...
Published 11/06/24
Hryllingsmyndaaðdáendurnir Pétur Ragnhildarson og Jökull Jónsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina stærstu slasher seríu allra tíma, Halloween. Í þættinum ræða þeir meðal annars allar þrettán Halloween myndirnar, af hverju fyrsta myndin er talin svona góð, hversu mikið gríman hans Myers virðist breytast með hverri mynd, hverjar eru bestu myndirnar, hversu góð Jamie Lee Curtis hefur verið sem Laurie Strode, hvort Rob Zombie hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann ákvað að sýna baksöguna...
Published 10/31/24
Kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíkti til Hafsteins til að ræða eina umtöluðustu mynd seinni ára, Joker: Folie á Deux. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvernig þeim fannst myndin, hvort Todd Philips hafi skuldað áhorfendum eitthvað, hvernig það heppnaðist að hafa söngatriði í myndinni, hvernig Lady Gaga stóð sig og margt, margt fleira.
Published 10/16/24
Kvikmyndasérfræðingurinn Óli Bjarki kíkti til Hafsteins til að ræða ákveðnar kvikmyndir sem eru byggðar á bókum. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hversu góð The Social Network er, hversu mikið allir elska Tom Hanks, Liam Neeson og hversu góður dramaleikari hann er í kvikmyndinni The Grey, hversu mikið Óli Bjarki tengir persónulega við Big Fish, hvort V for Vendetta sé vanmetin og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
Published 10/02/24
Kvikmyndasérfræðingurinn Óli Bjarki kíkti til Hafsteins til að ræða ákveðnar kvikmyndir sem eru byggðar á bókum. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvað flokkast sem góð skáldsaga, hvað góð aðlögun þarf að uppfylla, Coraline og hversu mikil áhrif hún hafði á Óla, hversu frábær Gone Baby Gone er eftir Ben Affleck, hvernig strákunum fannst Dune 2 og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
Published 09/18/24
Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel Hanssen og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon eru allir grjótharðir James Bond aðdáendur og þeir kíktu til Hafsteins í annan James Bond þátt en að þessu sinni var fjallað um Pierce Brosnan og hans fjórar Bond myndir. Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Martin Campbell sé besti Bond leikstjórinn, hversu æðisleg Famke Janssen er í Goldeneye, hversu kjánalegur kvennabósi Bond getur verið, hvort...
Published 09/04/24
Leikarinn Hansel Eagle kíkti til Hafsteins með topp 10 listann sinn. Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Armageddon sé góð eða ekki, hversu vanmetin 90´s myndin Sleepers er, Ex Machina og gervigreind, hvernig The Matrix breytti leiknum, hvort Snatch sé betri en Lock Stock, hversu góður kvikmyndagerðarmaður Quentin Tarantino er og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
Published 08/21/24
Í tilefni þess að A Nightmare on Elm Street fagnar 40 ára afmæli í ár þá kíktu kvikmyndaáhugamennirnir Jökull Jónsson og Pétur Ragnhildarson til Hafsteins til að ræða þessa stórmerkilegu slasher seríu. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars allar Nightmare myndirnar, hversu frábær Freddy Krueger er sem karakter, hvort Dream Warriors sé besta Nightmare myndin, hvernig Wes Craven fékk hugmyndina að fyrstu myndinni, hversu öðruvísi New Nightmare var þegar hún kom út árið 1994, hvernig New...
Published 08/07/24
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 13. október 2023. Kvikmyndaáhugamennirnir Jökull Jónsson, Pétur Ragnhildarson og Hörður Ásbjörnsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina merkilegustu slasher seríu allra tíma, Friday the 13th. Friday the 13th serían er auðvitað þekktust fyrir að hafa kynnt heiminum fyrir fjöldamorðingjanum Jason Voorhees og strákarnir kafa djúpt í þessa seríu og ræða allar tólf myndirnar. Í þessum seinni hluta ræða þeir meðal annars hvernig...
Published 06/26/24
Í tilefni þess að fyrsta Beverly Hills Cop myndin fagnar 40 ára afmæli í ár og þar sem fjórða myndin er á leiðinni á Netflix, þá komu leikarinn Hansel Eagle, rapparinn Kilo og matgæðingurinn Snorri Guðmundsson til Hafsteins til að ræða þessa skemmtilegu seríu. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu ungur Eddie Murphy var í fyrstu myndinni, hversu gamall Taggart var í rauninni, hvort Beverly Hills Cop II sé best af þeim, hversu leiður Murphy var þegar hann gerði þriðju myndina, hvort...
Published 06/19/24
Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel Hanssen og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon eru allir grjótharðir James Bond aðdáendur og þeir kíktu til Hafsteins í fyrsta James Bond þátt Bíóblaðurs. Í þetta skiptið er fókusinn á myndirnar sem Daniel Craig lék í. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu vel Craig hafi passað sem Bond, hvort það hafi verið sniðug hugmynd að hafa eina tengda sögu yfir allar fimm myndirnar hans, hversu frábærlega...
Published 06/05/24
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 20. janúar 2023. Sjómaðurinn og kvikmyndaáhugamaðurinn Anthony Evans Berry er mikill Bíóblaður aðdáandi og Hafsteinn var spenntur að fá hann til sín og spjalla við hann um kvikmyndir. Í þættinum ræða þeir meðal annars dönsku myndina Speak No Evil og hversu mikil áhrif hún hafði á þá, hversu léleg Black Adam var, 90’s myndir og hversu geggjaðar þær eru, Menace II Society og Boys N’ the Hood, Steven Seagal og Out for Justice, hversu...
Published 05/29/24
Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt. Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars allar leiknu Star Wars seríurnar sem hafa komið út, hversu stórkostleg Andor er, hvernig The Book of Boba Fett gat klikkað svona, hvort Filoni hafi tekist vel til með Ahsoka seríuna og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði...
Published 05/17/24
Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hver Dave Filoni er, hversu góðir The Clone Wars þættirnir voru, hvernig Filoni skapaði magnaðan karakter í Ahsoka Tano, hvort Star Wars Rebels séu bestu Star Wars teiknimyndaþættirnir, hversu skemmtileg hugmynd er á bakvið The Bad Batch,...
Published 05/15/24
Uppistandarinn og rithöfundurinn Hugleikur Dagsson og framleiðandinn Sandra Barilli byrjuðu með kvikmyndahlaðvarpið Vídjó árið 2021. Í hlaðvarpinu horfa þau saman á eina kvikmynd og spjalla síðan um hana í þætti hjá sér. Hugleikur og Sandra kíktu til Hafsteins og sögðu honum aðeins frá Vídjó og einnig kom Hafsteinn þeim á óvart með skemmtilegum leik. Í þættinum ræða þau meðal annars hvort Rocky sé ofmetin, hversu mikill asni Viddi er í Toy Story seríunni, hvernig Hugleikur og Sandra...
Published 05/08/24
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 2. desember 2022. Auðunn Torfi, Raggi Ólafs og Aron Andri eru allir rosalega miklir Lord of the Rings aðdáendur og vita alveg heilmikið um Tolkien og allt Middle-Earth lore-ið. Strákarnir kíktu til Hafsteins til að ræða risa seríuna, The Rings of Power, en strákarnir voru alls ekki sammála um gæði þáttanna og úr varð skemmtilegur og hitamikill þáttur. Þetta er algjört skylduáhorf fyrir alla Lord of the Rings...
Published 04/24/24
Ritstjóri hun.is og einn af stjórnendum hlaðvarpsins Fullorðins, Kidda Svarfdal, kíkti til Hafsteins og tók þátt í skemmtilegum leik sem Hafsteinn bjó til. Hafsteinn fann 15 kynæsandi kvikmyndaplaköt sem hann varpaði á sjónvarpið í stúdíóinu og Kidda og Hafsteinn skiptust á að segja hvort þau væru virkilega heit eða ekki. Í þættinum ræða þau meðal annars hvort Jessica Alba sé með góð gen, hvort það sé kynæsandi að sjá Gerard Butler öskra framan á 300 plakatinu, hversu flottur Hugh...
Published 04/17/24
Róberta Michelle Hall er skemmtikraftur, burlesque dansari og veislustjóri. Róberta sagði Hafsteini aðeins frá því sem hún er að gera þessa dagana og kom líka með topp 10 listann sinn. Í þættinum ræða þau meðal annars hversu góð lög eru í Django Unchained, hvort Leonardo DiCaprio hafi staðnað í þroska, hversu áhrifamikil The Green Mile er, hversu vanmetin A.I. er eftir Steven Spielberg, hversu mikilvægt er að hafa góðar fyrirmyndir í kvikmyndum, hversu mikinn áhuga Róberta hefur á...
Published 04/10/24
Anna Margrét Pálsdóttir er hjúkrunarfræðingur og mikill kvikmyndaaðdáandi. Anna kíkti til Hafsteins með topp 10 lístann sinn. Í þættinum ræða þau meðal annars hversu skemmtileg Legally Blonde er, hversu fáránleg Face/Off er, hversu ógeðslegur Robert De Niro er í Cape Fear, hvort Quentin Tarantino sé myndarlegri en Richard Madden, Tom Hanks og hans leik í Captain Phillips og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
Published 04/03/24
Ásgeir Sigurðsson er ungur kvikmyndagerðarmaður en hann gerði ásamt Antoni Karli kvikmyndina Harmur sem kom út árið 2021. Ásgeir gaf út fyrir stuttu sjónvarpsseríuna Gestir en serían er á streymisveitu Símans. Ásgeir skrifaði þættina, leikstýrði, framleiddi og leikur aðalhlutverkið ásamt Diljá Pétursdóttur. Ásgeir kíkti til Hafsteins og ræddi þættina og kom einnig með sinn topp 10 lista yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu sterk asísk kvikmyndagerð...
Published 03/27/24
Ísrael Daníel Hanssen hefur komið áður til Hafsteins og rætt Óskarsverðlaunin en Ísrael er algjör sérfræðingur þegar kemur að Óskarnum. Hafsteinn var spenntur að fá hann til sín til að ræða eitthvað annað en Óskarinn og því mætti Ísrael með topp 10 listann sinn. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hversu fullkomin ævintýramynd Jurassic Park er, hversu góður Marlon Brando er í The Godfather, hvort Steve Martin sé bestur í Three Amigos, hversu sturluð 90’s tónlistin er í The Rock og...
Published 03/20/24
Kvikmyndaneminn Egill Andri, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða þessar tíu kvikmyndir sem eru tilnefndar sem besta mynd ársins. Í þessum seinni hluta ræða þeir myndirnar Oppenheimer, Anatomy of a Fall, American Fiction, The Holdovers og Killers of the Flower Moon. Strákarnir ræða einnig hversu góður leikur er í Anatomy of a Fall, hvort Oppenheimer sé besta Nolan myndin, hversu fyndin og hárbeitt...
Published 03/08/24