Episodes
Ísrael Daníel Hanssen hefur komið áður til Hafsteins og rætt Óskarsverðlaunin en Ísrael er algjör sérfræðingur þegar kemur að Óskarnum. Hafsteinn var spenntur að fá hann til sín til að ræða eitthvað annað en Óskarinn og því mætti Ísrael með topp 10 listann sinn. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hversu fullkomin ævintýramynd Jurassic Park er, hversu góður Marlon Brando er í The Godfather, hvort Steve Martin sé bestur í Three Amigos, hversu sturluð 90’s tónlistin er í The Rock og...
Published 03/20/24
Published 03/08/24
Kvikmyndaneminn Egill Andri, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða þessar tíu kvikmyndir sem eru tilnefndar sem besta mynd ársins. Í þessum seinni hluta ræða þeir myndirnar Oppenheimer, Anatomy of a Fall, American Fiction, The Holdovers og Killers of the Flower Moon. Strákarnir ræða einnig hversu góður leikur er í Anatomy of a Fall, hvort Oppenheimer sé besta Nolan myndin, hversu fyndin og hárbeitt...
Published 03/08/24
Kvikmyndaneminn Egill Andri, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða þessar tíu kvikmyndir sem eru tilnefndar sem besta mynd ársins. Í þessum fyrri hluta ræða þeir myndirnar Barbie, Maestro, Past Lives, Poor Things og The Zone of Interest. Strákarnir ræða einnig hversu vinsæl Barbie var, hvort Greta og Margot hefðu átt að vera tilnefndar fyrir leikstjórn og leik, hvort það sé skilyrði fyrir Akademíuna að...
Published 03/06/24
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 11. nóvember 2022. Í þessum þætti ræða strákarnir Blade seríuna en þeir eru báðir miklir Blade aðdáendur. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu vel fyrsta myndin eldist, hvort Del Toro hafi staðið sig vel með mynd númer tvö, hvort Ryan Reynolds leiki alltaf sama karakterinn, hvort það hafi verið rétt ákvörðun að hafa Drakúla sem vonda kallinn í þriðju myndinni, hversu erfiður Wesley Snipes var við tökur á þriðju myndinni og...
Published 02/28/24
Ivy Björg er áhættuleikari, Parkour iðkandi og loftfimleikalistamaður. Ivy hefur líka gríðarlegan áhuga á kvikmyndum og kvikmyndagerð og Hafsteinn var því spenntur að fá hana til sín í fjölbreytt bíómyndaspjall. Í þættinum ræða þau meðal annars hversu mikið Ivy elskar James Cameron, hvort hún væri til í að láta kveikja í sér sem áhættuleikari, hversu stórt Blu Ray safn hún á, hversu erfið Dahmer serían var, Cobra-Kai og karate bakgrunnurinn hennar Ivy og margt, margt fleira. Þátturinn...
Published 02/22/24
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 25. júlí 2023. Sjómaðurinn Anthony Evans Berry, leikarinn Hansel Eagle og matgæðingurinn Snorri Guðmundsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina þekktustu kvikmyndaseríu allra tíma, Lethal Weapon. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hver er besta Lethal Weapon myndin, hversu miklar bíómyndalöggur Riggs og Murtaugh eru, hversu gott chemistry er á milli Gibson og Glover, Rene Russo og hennar innkomu í Lethal Weapon 3, hvort...
Published 02/14/24
Brynjólfur Guðmundsson lærði húsgagnasmíði og verkfræði áður en hann flutti út með fjölskylduna til Los Angeles til að láta drauminn rætast. Brynjólfur hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á kvikmyndum og í fyrra ákvað hann að sækja um nám við kvikmyndaskólann New York Film Academy. Brynjólfur lærir ýmislegt í skólanum en sérstök áhersla er lögð á handritagerð. Brynjólfur kíkti til Hafsteins og ræddi allt milli himins og jarðar. Í þættinum ræða þeir meðal annars námið hans Binna í...
Published 02/07/24
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 17. apríl 2023. Ritstjóri hun.is og einn af stjórnendum hlaðvarpsins Fullorðins, Kidda Svarfdal, kíkti til Hafsteins til að ræða erótíska þrillera. Í þættinum ræða þau myndirnar Basic Instinct, Sliver, Jade og Color of Night en þessar myndir voru þó nokkuð vinsælar á tíunda áratugnum. Þau ræða einnig hversu mikill aldursmunur var á Michael Douglas og Sharon Stone í Basic Instinct, hversu hræðilegur söguþráðurinn er í Color of...
Published 01/31/24
Kvikmyndasérfræðingarnir og Bíóblaðurs fastagestirnir Óli Bjarki og Máni Freyr kíktu til Hafsteins til að ræða sínar topp 10 kvikmyndir. Hafsteinn kom einnig með sinn topp 10 lista og úr varð því rúmlega fimm klukkutíma spjall sem skiptist í Part I og Part II. Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars hvaða áhrif Spider-Man 2 hefur á Óla, hversu góð Mána finnst The Silence of the Lambs vera, hversu mikið Hafsteinn elskar Pulp Fiction, hvernig The Fountain er ekki mynd fyrir alla...
Published 01/19/24
Kvikmyndasérfræðingarnir og Bíóblaðurs fastagestirnir Óli Bjarki og Máni Freyr kíktu til Hafsteins til að ræða sínar topp 10 kvikmyndir. Hafsteinn kom einnig með sinn topp 10 lista og úr varð því rúmlega fimm klukkutíma spjall sem skiptist í Part I og Part II. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hversu erfitt er að gera svona topp 10 lista, hvort The Rocketeer sé hin fullkomna ævintýramynd, hversu mikið Óli elskar For a Few Dollars More, af hverju Hafsteinn setur Barry...
Published 01/17/24
Kvikmyndasérfræðingurinn Hugleikur Dagsson keppir við kvikmyndasérfræðingana Óla Bjarka og Mána Frey í pökkuðum spurningaþætti! Óli og Máni hafa unnið tvær keppnir og virðast vera óstöðvandi og Hafsteinn ákvað því að fá mjög verðugan andstæðing til að keppa við þá. Hugleikur Dagsson er gríðarlega öflugur keppandi og hefur sjálfur unnið nokkrar kvikmyndaspurningakeppnir. Strákarnir skiptast á að svara alls konar kvikmyndaspurningum en þar á meðal eru spurningar um 70’s glæpamyndir og...
Published 01/09/24
Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins kíkti til Hafsteins til að ræða árið 2023. Strákarnir fara vel yfir árið og ræða meðal annars hversu þreytt þetta ofurhetjudæmi er orðið, hvort DiCaprio hafi náð að leika aumingja í Killers of the Flower Moon, hvort Barbie hafi hitt í mark hjá Ásgeiri, hversu vel heppnuð Oppenheimer var, hvort Tom Cruise ætti ekki að snúa sér að öðruvísi myndum eftir að nýja Mission Impossible floppaði, hvaða sjónvarpsseríur Ásgeir horfði á á árinu, hversu mikið strákarnir...
Published 01/03/24
Árið er senn á enda og Hafsteinn ákvað að enda það með stæl með því að fá núverandi spurningameistarann, Snorra Guðmundsson, til að koma og verja titilinn sinn í 2023 spurningakeppni. Hafsteinn bauð einum Bíóblaðurs fastagesti, Gumma Sósu, til að keppa við Snorra en Gummi Sósa hefur komið sterkur inn sem þrælskemmtilegur gestur og verðugur andstæðingur.    Strákunum var hinsvegar komið á óvart með öðrum keppanda, Oddi Klöts, en Oddur mætti óvænt í miðjum upptökum. Úr varð frábær keppni þar...
Published 12/27/23
Rapparinn Kilo og leikarinn Villi Neto eru miklir kvikmyndaáhugamenn og grínistar. Strákarnir kíktu til Hafsteins til að keppa í skemmtilegri spurningakeppni. Hafsteinn samdi 60 spurningar sem allar snúast um grínmyndir að einhverju leyti.   Í þættinum þurfa strákarnir meðal annars að svara almennum spurningum, flokkaspurningum og plakatspurningum. Hvað ár kom Mean Girls út? Hver var fyrsta myndin sem framleiðslufyrirtækið Happy Madison gaf út? Horfið á þáttinn til að komast að því.   ...
Published 12/17/23
Rappararnir Blaffi og Jói Dagur kíktu til Hafsteins til að fara í skemmtilegan leik. Hafsteinn samdi tíu fullyrðingar sem hann varpaði á sjónvarpið í stúdíóinu. Strákarnir skiptust síðan á því að segja hvort fullyrðingin væri rétt eða röng.   Í þættinum ræða þeir meðal annars hvernig Blaffi myndi lemja Ghostface en myndi líklegast vera stútað af Michael Myers, hversu mikið Jói Dagur elskar The Big Lebowski, hvort Omni-Man gæti drepið Superman, hvort Samuel L. Jackson sé svalari en Denzel...
Published 12/13/23
Snævar Sölvi Sölvason er kvikmyndagerðarmaður sem hefur gert indie kvikmyndir á borð við Albatross og Eden. Snævar er nýbúinn að gera sjónvarpsseríu fyrir RÚV sem heitir Skaginn en serían fjallar um fótboltalið ÍA og þeirra sigurgöngu á árunum 1992 til 1996.   Snævar kíkti til Hafsteins til að ræða seríuna og íþróttamyndir. Strákarnir ræða meðal annars myndirnar Happy Gilmore, The Wrestler, Raging Bull, Any Given Sunday, Free Solo og margar aðrar.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp...
Published 12/06/23
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Áhættuleikarinn Marteinn Úlfur Gunnarsson og þungarokkarinn Haukur Þór Valdimarsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina hrikalegustu stríðsmynd allra tíma, rússnesku myndina Come and See (Idi i Smotri).   Strákarnir ræða meðal annars hversu erfið myndin er, hversu mikilvægt er að sjá svona útgáfu af stríðsmynd, hversu lengi leikstjórinn var að gera hana, hlöðuatriðið fræga og margt, margt fleira.   Þátturinn er 72 mínútur. Hægt er að horfa á hann eða hlusta...
Published 11/29/23
Rapparinn Kilo er einn af fastagestum Bíóblaðurs og einn sá vinsælasti. Stærri og skemmtilegri persónuleika er erfitt að finna og Hafsteinn var því spenntur að fá hann aftur í heimsókn.   Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hver er versta streymisveitan, hvaða mynd strákarnir ættu að horfa á saman í fyrsta commentary þætti Bíóblaðurs, hversu mikil áhrif Erika Eleniak hafði á þá þegar þeir voru unglingar, hvort Invincible sé betri en The Boys, hversu gamlir strákarnir eru orðnir, Blue...
Published 11/22/23
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndasérfræðingurinn Máni Freyr kíkti til Hafsteins til að ræða einn ógeðslegasta morðingja kvikmyndasögunnar, mannætuna Hannibal Lecter.   Í þættinum ræða strákarnir meðal annars af hverju Lecter er svona áhugaverður karakter, muninn á myndunum og bókunum, hversu sturluð The Silence of the Lambs er, hversu mikið maður saknar Jodie Foster í Hannibal, hversu áhugaverður og ógeðslegur karakter Mason Verger er, hversu leiðinleg Hannibal Rising er, hvort Mads...
Published 11/19/23
Hrafnkell Hugi er tónlistarmaður og mikill kvikmyndaáhugamaður. Hrafnkell er meðlimur hljómsveitarinnar Celebs en hljómsveitin tók þátt í undankeppni Eurovision fyrr á árinu með laginu sínu Dómsdags Dans. Keli kíkti til Hafsteins í fjölbreytt og skemmtilegt bíóspjall.    Í þættinum ræða þeir meðal annars Conan the Barbarian, Marvel og DC, hvernig kvikmyndaiðnaðurinn hefur breyst, möguleg áhrif A.I. á listgreinar, Pixar og teiknimyndir, af hverju í ósköpunum Uwe Boll fær ennþá að gera...
Published 11/08/23
Kvikmyndasérfræðingarnir Óli Bjarki og Máni Freyr kíktu til Hafsteins til að ræða Mission Impossible kvikmyndaseríuna.   Í þessum seinni hluta ræða strákarnir Mission Impossible: Rogue Nation, Mission Impossible: Fallout og Mission Impossible: Dead Reckoning.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.
Published 11/06/23
Kvikmyndasérfræðingarnir Óli Bjarki og Máni Freyr kíktu til Hafsteins til að ræða Mission Impossible kvikmyndaseríuna.   Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir Mission Impossible, Mission Impossible II, Mission Impossible III og Mission Impossible: Ghost Protocol.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.
Published 11/06/23
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndaáhugamennirnir Gummi Sósa, Oddur Klöts og Kristinn Reyr kíktu til Hafsteins til að ræða einn skemmtilegasta hryllingsmyndaleikstjóra allra tíma, John Carpenter.   Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars hversu mikið meistaraverk The Thing er, hvort The Fog sé jafngóð og Jaws, hversu klikkuð In the Mouth of Madness er, hversu leiðinleg The Ward er, hvort hægt sé að kalla Carpenter B-mynda leikstjóra, hversu góð Cigarette Burns hefði verið ef...
Published 11/02/23