Description
Stutt og auðlesin bók með skilaboðum sem eiga vel við alla. Höfundurinn miðlar visku ævagamallar menningar Toltec frumbyggja frá Mexíkó og dregur fram fjögur ný samkomulög sem við ættum að gera við sjálf okkur til að verða betri og heilli manneskjur.
Samkvæmt sögu Toltec indíánanna upplifum við lífið eins og að horfa á spegil gegnum reyk, og með aðferðum höfundarins ættum við að geta séð betur gegnum reyk blekkinga og rangra ályktana sem halda aftur af okkur. Með þessum fjórum nýju samkomulögum náum við að þjálfa okkur í að upplifa betri draum um lífið, himnaríki á jörðu.