Laugardaginn 14. maí fara fram sveitarstjórnakosningar um land allt í 69 sveitarfélögum. Í Dagmálum Morgunblaðsins er fjallað sérstaklega um aðdraganda kosninganna, skipun framboðslista og stöðu í einstökum sveitarfélögum. Umsjón með kosningaumfjöllun Dagmála hafa blaðamennirnir Andrés Magnússon, Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir, sem fara um landið og taka stjórnmálamenn og álitsgjafa tali fyrir hlaðvarpið, auk þess sem góðir gestir koma í streymisþætti Dagmála.
Rykið er að setjast eftir sveitarstjórnakosningarnar um helgina, en víða er eftirleikurinn við meirihlutamyndun eftir. Þar beinast augu manna sérstaklega að borginni. Blaðamennirnir Gísli Freyr Valdórsson og Andrés Magnússon fara yfir flókna stöðu og spá í spilin.
Published 05/19/22
Nú eru innan við tveir sólarhringar í að kjörstaðir opni og fólk fær tækifæri til að velja fólk í sveitarstjórnir um land allt. Dagmál Morgunblaðsins hafa gert víðreist um landið og tekið púlsinn á pólitíkusum og kjósendum, allt frá Patreksfirði til Eskifjarðar og frá Húsavík til Vestmannaeyja....
Published 05/12/22