EKKERT RUSL - Freyr Eyjólfsson, Sorpu og Ruth Einarsdóttir Góða hirðinum
Description
Freyr sem er nýráðinn til Sorpu og er þar þróunarstjóri Hringrásarhagkerfisins, segir að það sé hreinsandi fyrir sálina að skola mjólkurfernur og hann vill ekki hafa eldhúsið sitt með hvítri kókaíneldhúsinnréttingu þar sem sál manns deyr. Hann vill blanda notuðu með nýju til að skapa heimili og hann lagar hluti - "youtubar" eins og brjálaður maður en finnur í því innri ró. Ruth, sem hefur stýrt Góða hirðinum frá árinu 2018 segir að nú sé endursöluhlutfallið á notuðum munum þar 65% en var 26% þegar hún hóf þar störf. Landsmenn eru því að standa sig æ betur í því að kaupa notað. Daglega koma frá okkur hvorki meira né minna en 7-10 tonn inn af notuðum hlutum til Góða hirðisins. Freyr og Ruth segjast bæði spara verulegar fjárhæðir á því að endurvinna og geti jafnvel náð einni hressri utanlandsferð með fjölskylduna fyrir afganginn.
Nýr heimur opnaðist þeim Lenu og Margréti þegar þær ræddu við Birgittu sem er einn af fjórum stofnendum frumkvöðlafyrirtækisins Sea Growth. Fyrirtækið hlaut Gulleggið 2024 en hugmyndin gengur út á það að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumusýni er...
Published 05/23/24
„Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór...
Published 04/24/24