EKKERT RUSL - "Hættum að væla og hugsum í lausnum,, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra í líflegu viðtali.
Listen now
Description
„Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra í viðtali í hlaðvarpinu Ekkert rusl. Hann segir að við verðum vinna hratt og láta hendur standa fram úr ermum til þess að mæta orkuþörfinni og lítið hafi verið hugsað til framtíðar síðustu 15-20 árin, þessi staða sé afleiðing þess. Hann segist þó ekki hafa áhuga á að vera með barlóm og tala um allt sem er miður heldur hugsa í lausnum og hætta að væla. „Við getum algjörlega náð markmiðum okkar um 100% græna orku árið 2040 sem þýðir að við verðum sjálfbær og laus við jarðeldsneyti en við verðum að vinna hratt og þess vegna er ég að losa um hömlur sem varða virkjanir,“ segir Guðlaugur Þór.
More Episodes
Published 04/24/24
Ásdís Nína Magnúsdóttir sem starfar hjá Carbfix segir okkur frá á lifandi hátt en Carbfix er brautryðjandi á heimsvísu í bindingu CO2 í bergi neðanjarðar. Fyrirtækið hefur frá árinu 2012 bundið yfir 90 þúsund tonn af CO2 á Íslandi með eigin tækni og íslensku hugviti. Stefnt er að frekari...
Published 03/27/24
Bergrún er með ótrúlegan kraft og í raun framúrstefnulega hugsun þegar kemur að því að nýta matvæli. Hún þekkir það vel sjálf að þurfa að spara og nýta vel það sem er í ísskápnum og hefur risastórt hjarta, bæði gagnvart þeim sem minna mega sín og móður jörð. Hún hikar ekki við að fara með afganga...
Published 02/13/24