EKKERT RUSL - Rakel Garðarsdóttir og Margrét Marteinsdóttir höfundar Vakandi Veröld
Listen now
Description
Rakel og Margrét eru frumkvöðlar á sviði umhverfisverndar og skrifuðu saman bókina Vakandi Veröld sem kom út hjá Forlaginu fyrir 7 árum en bókin á ríkt erindi til okkar allra í dag. Þær segja okkur frá því hvernig þær sjá heiminn út frá umhverfissjónarmiðum. Rakel talar um skekkjuna í því að búa á einni grænustu eyju í heimi en þurfa stundum að standa frammi fyrir því að börn megi ekki fara út að leika á leikskólanum þegar mengun mælist of mikil í Reykjavík. Fólk ætti jafnvel frekar að vera beðið um að hvíla bílinn endrum eins. Margrét vill að þjóðarleiðtogar heims geri friðarsamning við jörðina og talar um græna kærleikshagkerfið. Þær tala báðar fyrir því að við drögum úr matarsóun og nefna kostnaðinn við það að henda mat. Matarsóun er ein helsta orsök koltvísýrungslosunar í heiminum.
More Episodes
Nýr heimur opnaðist þeim Lenu og Margréti þegar þær ræddu við Birgittu sem er einn af fjórum stofnendum frumkvöðlafyrirtækisins Sea Growth. Fyrirtækið hlaut Gulleggið 2024 en hugmyndin gengur út á það að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumusýni er...
Published 05/23/24
Published 05/23/24
„Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór...
Published 04/24/24