EKKERT RUSL - Kristín Laufey sem sér m.a. um sjálfbærnimál hjá 66°Norður og var áður hjá Adidas í Þýskalandi. Sigurður, stofnandi Pure North segir okkur frá endurvinnslu á plasti sem fyrirtækið sérhæfir sig. Pure North og 66°Norðu
Listen now
Description
Kristín Laufey Guðjónsdóttir hefur áhugaverða sögu að segja frá árunum sem hún starfaði í Þýskalandi fyrir Adidas. Nú er hún komin heim og sér m.a. um sjálfbærnimál hjá 66°Norður. Hún segir að öll framleiðsla hafi áhrif á jörðina, gildi einu hvort þú kaupir jakka sem brotnar niður í náttúrunni því ef þú þarft að kaupa þér nýjan á hverju ári þá er það á vissan hátt eyðileggjandi fyrir náttúruna . Ofneysla, offramleiðsla, sóun og léleg ending plaga tískuiðnaðinn en "sjálfbærni er ekki bara bóla heldur raunverulegt markmið okkar hjá 66°Norður", segir Kristín Laufey í áhugaverðu spjalli við hana. Með henni er Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. Hann er þrjóskur og útsjónasamur maður því honum var sagt að ekki væri mögulegt að endurvinna plast á Íslandi með arðbærum hætti. Fyrirtækið Pure North hefur afsannað það og endurvinnur nú plast þ.m.t. heyrúlluplastið af jörðum landsins sem fer í hringrásarkerfið og verður að girðingastaurum. Pure North sinnir einnig ráðgjöf til fyrirtækja og á samstarf við 66°Norður.
More Episodes
Nýr heimur opnaðist þeim Lenu og Margréti þegar þær ræddu við Birgittu sem er einn af fjórum stofnendum frumkvöðlafyrirtækisins Sea Growth. Fyrirtækið hlaut Gulleggið 2024 en hugmyndin gengur út á það að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumusýni er...
Published 05/23/24
Published 05/23/24
„Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór...
Published 04/24/24