EKKERT RUSL - Matarleifarnar okkar eru að miklu leyti að fara í réttan flokk, eða allt að 70%, eftir að nýtt samhæft ruslflokkunarkerfi tók gildi. Þetta segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta-og viðskiptaþróunarstjóri Sorpu.
Listen now
Description
Gunnar Dofri er skemmtilegur viðmælandi enda er hann því vel vanur að tala í mikrófóninn þar sem hann heldur sjálfur úti hlaðvarpinu Leitin að peningunum. Hann segir okkur frá því að 7 tonn eða heilir 2 gámar komi inn í góða hirðinn á dag! Við fræðumst hjá honum um plastið en það sem er óendurvinnanlegt er allt brennt. Nú fyrir jólin er gott að huga að því að frauðplastið utan um tæki og dót á alltaf að fara í endurvinnslustöð, alls ekki í plasttunnuna. Það má alls ekki brenna það með öðru plasti. Íslendingar hafa staðið sig virkilega vel eftir að nýtt flokkunarkerfi tók gildi og matarleyfarnar í brúnu pokunum eru að skila sér mjög hreinar og mun betur en vonir stóðu til. "Gaia" er gas- og jarðgerðastöð Sorpu sem tekur matarleifarnar og vinnur úr þeim metangas og moltu. Þetta er hægt að gera með hreinar matarleifar. Ef ekki er þekking á því hvernig skuli flokka ákveðna hluti þá finnst svarið við langflestu í uppflettilausn Sorpu sem er það fyrsta sem blasir við þegar farið er á vefsíðu Sorpu Sorpa.is. Ruslinu er slegið inn í leitarvél og þá vitum við nákvæmlega hvert hluturinn á að fara. Við prófuðum til dæmis kassann með mandarínunum og hann flokkast sem ómálað timbur. Gleðilega hátíð öll og njótið þess að fræðast á mannamáli um ruslið okkar.
More Episodes
Nýr heimur opnaðist þeim Lenu og Margréti þegar þær ræddu við Birgittu sem er einn af fjórum stofnendum frumkvöðlafyrirtækisins Sea Growth. Fyrirtækið hlaut Gulleggið 2024 en hugmyndin gengur út á það að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumusýni er...
Published 05/23/24
Published 05/23/24
„Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór...
Published 04/24/24